mánudagur, apríl 28, 2003
SARS
Allir að kúka í sig út af bráðalungnabólgutillfellum og allt fara í kúk og skít út af þeim málum.. erum við að tala um faraldur Haraldur? það er spurning.. meina það er alveg næstum 100 ár síðan að spænska veikin var.. ekki kominn tími til að fá eikkað nýtt??
Skil samt ekki af hverju er ekki hægt að stoppa þetta af.. þetta er greinilega bráðsmitandi og hættulegur sjúkdómur.. hvernig væri að banna fólksfluttinga til og frá svæðum þar sem þetta er hvað mest?
En það er bara tímaspursmál þar til þetta kemur til Íslands og þá fyrst fer fólk að fríka út.. enda fríkar fólk út hérna á landinu ef það brýst út kvef faraldur eða lúsarfaraldur..
Enn á eyjunni
Jæja ég er ennþá á eyjunni björtu, fattaði það að ég þarf ekkert mæta í skólann.. ég get alveg eins unnið að handritinu mínu í eyjum eins og í Reykjavík.. svo ég ætla vera hérna þangað til á föstudaginn, skreppa þá til Rvk ná þá í myndavélar og ljós og allan pakkan eða bara sleppa því.. hnetur.. nei nei ég veit ekkert hvað ég þarf mikið drasl í þessa mynd.. spurning um að fá allt eða allavega meira en nóg þá ætti ekkert að fara úrskeðis.. Svo stefni ég að því að tökur hefjist næsta laugardag og ég verði í c.a viku í tökum og svo fer ég til Reykjavíkur og gref mig oní eikkerja holu og kem ekki úr henni þar til að myndin er tilbúin..
laugardagur, apríl 26, 2003
Skessuvísa
Stór er mín,
stærri er þín
mikið hár á minni,
meira er þó á þinni
Guð hjálpi mér og minni
að mín geti staðið innan í þinni
Spurt er... um hvað er ort? hehe
Skrítið
í veðurfréttum er oft sagt og skrifað.. "þurrt að kalla" hver þurfti að kalla?
líka þetta að hljómsveit leiki fyrir dansi? en hvað íslenskan er magnað tungumál.. endalausirorðaleikir
Magnað í eyjum
Mar er staddur á eyjunni björtu sem aldrei sefur.. og í gær var haldið í óvissuna með Eyverjum sem var alger snilld.. svo mætti þarna kallinn sjálfur, heiðursmeðlimur VKB bróðir okkar hann Gaui Bæjó og hann var svona helvíti Hnetur....
Fínasta ferð og það var endað á keisaranum og það var óvenjulega skemmtilegt þarna inni.. og ég verð eillega bara segja að ég skemmti mér konunglega.. enda voru Buff að leika fyrir dansi..
fínt kvöld og góður matur núna :)
fimmtudagur, apríl 24, 2003
Kommentið í lag
Jæja Fólkið.. þið getið loks tjáð ykkur á ný..
Líður að kosningum lýður að kveldi
Þá er bara farið að styttast í kosningar, rétt rúmur hálfur mánuður. Kosningabaráttan hjá okkur Eyverjum er að hefjast þessa dagana með trukki (ekki þó Sigrjóni Björgvinssyni) og drífu (ekki þó kumlinu), við vorum að opna í gær kosninga skrifstofu niðri í bæ, Heiðarveg 9 (eða gamla Vídóklúbbnum eins og Einar Hlö myndi orða það), og verður hún í umsjá okkar ungliðanna. Það var vel mætt, hátt í hundrað manns sem stungu þarna inn nefinu í lengri eða skemmri tíma, þar af yfir 50 sem stimpluðu sig inn í flokkssálina með því að skilja eftir bláa hönd á austurvegg Vídóklúbbsins. Sæþór Vídó og félagar í dúndurgrúbbunni Tríkot styttu gestum stundir með léttum tónum meðan þeir gæddu sér á dýrindis pizzum og kóki. Svo verður nú aldeilis húllum hæ á morgun (þó svo Andi Hæ sjái sér sennilega ekki fært að mæta) því þá verður farið í óvissuferð Eyverja, sem vakti alveg hreint gífurlega lukku í fyrra, og þar sem búið er að pína mig til að taka þátt í skipulagningu á þessari ferð þá á hún án efa eftir að toppa þá sem farið var í í fyrra. Og hvet ég því alla þá sem þetta lesa, og verða í aðstöðu til, til að kíkja með okkur í þessa reisu!!!
Óþolandi
Ekki er það gott...
sumarið byrjaði ekki svo vel hjá mér.. ég ætlaði að sofa út en ég var vakinn kl 9 í morgunn af gargandi öskri í útvarpi... ég hélt það væri partý einhversstaðar í blokkinni og var ekki mjög ánægður... en komst svo af því að þessi hávaði var í herberginu við hliðina hjá mér úr útvarpsvekjara !!!! þá hafði stelpan bara farið út eða ekki komið heim og vekjarinn hennar bara hringt kl 9 í morgunn með ALLT Í BOTNI sem er ekki sniðugt... á samt ekki að vera sjálfvirkur snús á sona drasli?
Bowling
Þvílík snilld... Bowling for Columbine er trúlega besta heimildarmynd sem ég hef séð... alveg svakaleg og átti óskarinn vel skilið...
Þetta er eiginlega skilduáhorf finnst mér og tölurnar í myndinni eru sláandi...
t.d get nefnt ykkur það að morð á ári af völdum byssu í eftirfarandi löndum:
Bretlandi = 65
Kína = undir 200
Þýskalandi = undir 200
Kanada = undir 200
USA = 11 þúsund
Sem er alveg stórmerkilegt.....
allir að skella sér í Regnbogann og sjá þessa mynd og það strax!!!
miðvikudagur, apríl 23, 2003
Undarlegt fólk
Meira af skrítnu fólki því nóg er af því hérna í Reykjavíkinni... það er drengur sem ég neyðist til að hitta oftar en mig langar, og það er eitt virkilega fyndið og skrítið við hann.. þegar hann er að segja sögur.. segir hann yfirleitt sögur af fólki sem hann þekkir eitthvað persónulega en enginn annar í kringum hann.. og yfirleitt notar bara nöfn fólksins í stað þess að segja t.d bróðir vinar míns eða eikkað álíka.. eins og ég fari allt í einu að segja við fólk sem þekkir mig ekki bofs né vini mína og vandamenn..
Hey hún Guðfinna mætti bara ekkert í vinnu í gær, var eitthvað veik, svo Svenni fór með súpu heim til hennar og hvern helduru að hann rekist á leiðinni? jú engann annann Ásgeir.. haha það var mjög fyndið...
hmm nei ekki að gera sig...
Fréttaþáttur tilbúinn
Þá er fréttaþátturinn Eff tveir tilbúinn.. en við Andri erum búnir að gera þetta að stórkostlegasta fréttaþátt í heimi.. grafíkin svo rosaleg og allt svo töff að CNN þarf að fara passa sig...
kannski mar skelli þessu á spúlu og sýni vinum og vandamönnum heima í eyjum um helgina...
pæliði í því Beverly Hills 9012484 whatever.. var þýtt sem Vinir og vandamenn...
Liggur niðri
Veit ekki hvort það sé bara á minni síðu eða allstaðar sem komment kerfið er bilað.. en gáfað tölvufólk mætti hjálpa mér í þessari klemmu... fólk verður nú að geta tjáð sig..
þriðjudagur, apríl 22, 2003
Vodafone
Hálfvitar... hvaða djöfulsins bull er þetta OG vodafone??? gátu þeir ekki bara haft þetta einfalt og nett Vodafone? nei nei þurfa skella inn eikkerju OG sem enginn skilur og allir pirrast yfir.. við getum stundum verið svo mikil fíbl þegar við erum að nefna fyrirtæki..
en ætla þeir að bjóða upp á svipaða þjónustu og úti í Englandi til dæmis? þar er boðið uppá 200 eða 300 frí sms á mánuði með áskrift...
Keilað fyrir Kolla
Spá í að kíkja í bíó í kveld á Bowling for Columbine ettir michael moore mér hefur verið sagt að etta sé mjög góð mynd.. sem er mjög gott...
Hnetur
Stelpur
Mér finnst að það ætti að vera deild innan Reykjavíkurborgar sem væri bara sona "stelpudeild" sem samanstendur af 10-15 gullfallegum stúlkum og hafa það eina markmið að vera sætar og í sexy fötum og labba um borgina.. ég held að þetta hafi mjög góð áhrif á sálarlíf manna.. allavega kemst ég alltafí rosalega gott skap þegar ég labba niður laugarveginn á svona dögum.. það er nebblega til alveg ótrúlega mikið af fallegum konum á Íslandi.. ég held við séum ekkert að plata þegar við fullyrðum það á pöbbum erlendis...
Kominn aftur
Jæja þá ermaður kominn í borgina attur.. þó stoppa ég ekki lengi, heldur flý borgina á föstudagskvöld á ný þegar ég held til Vestmannaeyja í ammli til Ömmu minnar... Og getur bara vel verið að ég verði í eyjum þar til að skítamóralsball er búið um 3 maí.. því ég er núna í lokaverkefninu og er því bara að skrifa handrit eins og er.. gaman af því.. það er kominn óopinber frumsýningartími á lokaverkefni..... damm damm damm Föstudaginn 23.Maí 2003 allir að taka þennan dag frá til að koma á heimsklassa frumsýningu..
Hnetur...
föstudagur, apríl 18, 2003
Mjúki maðurinn
Ekki í þeirri meiningu að ég sé fullur þessa stundina.. ég er bara ekkert búin að fá mér í glas hérna í eyjum síðan ég kom.. sem gerir þetta af slöppustu drykkjupáskum sem ég hef upplifað síðan ég fattaði að áfengi er skemmtilegt... en er það ekki bara í góðu lagi? kannski maður sé að verða gamall.. neh varla...
En allavega sá ég stórkostlega kvikmynd í gærkveldi sem ýtir verulega undir titil þessarar greinar.. það var frönsk kvikmynd er nefnist Amélie... Alveg svakalega falleg mynd... ekta fíl gúd múví eins og þær gerast bestar, ef fólk er þó þannig að það geti ekki horft á kvikmyndir nema þær séu á ensku... getur það fólk bara sleppt því að sjá þessa mynd.. hún er algert augnakonfekt og handritið er alger snilld útpælt og fyndið...
með þeim bestu myndum sem ég hef séð verð ég bara að viðurkenna...
Allir að kjósa
Þjóðhátíðar nefnd er búin að koma sér upp aðsetri á netinu, og þar er almenningi gefin kostur á að láta skoðun sína í ljós á því hvaða hljómsveit eigi að vera þriðja grúbban á stórapallinum. Og hvet ég alla sem þetta lesa til að taka þátt í skoðanakönnun sem þeir eru með í gangi á þessari síðu, mæli ég þá einnig með því að menn láti atkvæði sitt falla þrusugrúbbunni Jet Black Joe í skaut.
fimmtudagur, apríl 17, 2003
Greinar frá bræðrum
Hvernig væri nú að bræður mínir fari nú að láta heyra í sér á þessum ágæta vefi...
Allir jafnir
Það er alltaf gaman að spá í öllu svona.. Þó svo stefna vinstri manna sé rosalega falleg þ.e.a.s að allir séu jafnir er það mjög fjarlægur draumur.. og finnst mér athyglisverðast í sambandi við Vinstri græna að þeir eru náttúrusinnaðir jafnaðarmenn sem mér finnst ekki alveg passa saman í settningu... Því eins náttúrusinnaðir eins og þeir sér, þá eru þeir að reyna brjóta eina stærstu reglu náttúrnar... það geta ekki allir verið jafnir það er ómögulegt.. það sést út í harðri lífsbaráttunni í náttúrunni, það er ömurlegt en svona er bara lífið.. og þó við mennirnir teljum okkur ofar en allt annað í náttúrunni held ég að við verðum að stundum að gefa eftir..
miðvikudagur, apríl 16, 2003
Skapalón
Veit ekki... hugsanlega er ég svo barnalegur að ég sé sá eini sem hugsar um þetta orð í algerlega ekki þeim tilgangi sem því er ætlað.. meina Skapalón hmmm
tímaþröng
Er í smá tímaþröng og þarf að ná Herjólfi á ettir.. á ettir að gera soldið mikið í dag.. en gef mér samt tíma fyrir lesendur vinsælustu blogg- og afþreyingarsíðuna á Ásaveginum...
Uh vorum að sýna fréttatíman frá fréttastöfunni Eff tveir áðan og matreiðsluþættina alla, þarna voru 3 dúddar sem hafa allt á vit á slíku efni og við áttum að reyna selja þeim þessar hugmyndir.. þetta gekk bara sæmilega og ég var sáttur... verður svo sýndur aftur fréttatíminn fyrir Þorfinn Ómarsson og fleiri dúdda á því sviði ettir páska.. gaman af því..
en jamm verði stuð
þriðjudagur, apríl 15, 2003
Meira vesen
Það vantar af einhverjum ástæðum línu sem á að vera hérna hægra megin á kassanum á blogginu.. eða er þetta bara í tölvunni minni...
svo grunar mig að síðan hafi verið sett upp í laptop því að hún er öll til vinstri í uhh hvað segir maður.. stórri tölvu :)
einhverjir með möguleika á því að laga það fyrir mig.. látið mig vita
Næja....
Sáttur í bili.. á þó ettir að breyta ýmislegu meira.. er bara ekki með þolinmæði til að gera mikið í einu í tölvu..
Til eyja á morgunn og þá verður stuð.. kem reyndar ekki nema með seinni ferð á morgunn því það erfrumsýning í fyrramálið á fréttaþættinum Eff 2 sem er alger snilld og svo líka frumsýning á matreiðsluþáttunum... það er samt nett stress í manni.. það er ekki allt klárt og það verður að verða klárt klukkan 11 í fyrramálið því þá byrjar sýning hvort sem efnið er tilbúið eður ey.. háfleygur mar...
allavega verða þarna eikkerjir sjónvarps og frétta dúddar og eiga þeir að rakka efnið niður í öreindir.. sem er gaman
sjáumst hress í eyjum, ekkert stress og veriði bless
Þetta er Borgþór Ásgeirsson sem skrifar frá Álfheimum
Allt að koma
Já það er að koma á þetta svona ágætis mynd.. á eftir að taka Linkana betur í gegn og smá sona fíneseringar... já nýjir linkar eru víst hérna vinstra megin en ekki hægra megin eins og ég nefni hér að neðan... þeir sem vita um eikkað að ske endilega látið mig vita... . og tölvunördafólk má líka hjálpa mér
mánudagur, apríl 14, 2003
Breytingar
Ætla reyna gera smá breytingar á síðunni.. vonandi að það reddist.. þeir sem eikkað kunna til á tölvur mega endilega hjálpa
Vil benda á nýjan Link hérna hægra megin ----->
Kvót
Ég gekk að einum gæslumanninum og spurði hvar klósettin væri
"þú ert klósett sagði fulli strákurinn"
Það er þarna rétt hjá 10-11 skiltinu sagði gæslumaðurinn
"þú ert 10-11 skilti sagði fullu strákurinn..."
Snilld.. ekki alveg orðrétt upp úr bókinni en nálægt því.. ég hló rassgatið af mér þegar ég las þetta fyrst en ég var líka þunnur.. ekki er eriftt að skemmta þunnum manni...
Sorglegt
Ekki alltafr fyrstur með fréttirnar en fokk jú bara..
Sá djúpu laugina í gær í endursýningu.. og guð minn góður..
í 1.lagi leiðinlegustu stelpur í heimi voru að spyrja
2.lagi hvað var með textann?? RUGL
3.lagi þeir voru bara blindfullir og trúlega eikkað meira.. og S1 liðið gat nú trúlega séð það fyrir
4.lagi hvernig væri að fá sona earpiece handa kollu og hjálfdán svo það sé ekki þetta endalausa .. "Ha? hvaðsegiru?"
5.lagi.. þetta var það allra lélegasta sjónvarpsefnið síðan ég sá "teiknileikni" á S1
Þjóðhátíð 2003
Ekki er langt í þjóðhátíðina 2003 ekki nema 108 dagar, 22 klst, 37 mín, og 41 sek sem er frábært.. og ég held að þetta verði stórkostleg þjóðhátíð... ég minni á að bráðum mun síða bræðrafélagsins VKB fara endurnýjast og verða tilbúin í slaginn fyrir sumarið.. og af sjálfsögðu verða þeir bræður laang fyrstir með fréttirnar og allt eins og undanfarin ár....
Til eyja á miðvikudag
Ekki stoppa ég lengi í borg óttans því að ég ætla skella mér til Eyja á miðvikudaginn kemur í páskafrí... nettur
held að ég verði soldið mikið í eyjum í apríl og maí.. why? jú ...
páskafrí
tek hugsanlega upp lokaverkefnið mitt í eyjum
Þorsteinn Guðmundsson með uppistand í ásgarði í lok apríl
Móðir mín á ammli 1.maí
Foringinn Dabbi kóngur kemur til eyja 2.maí minnir mig
Guðmundur Kr. Eyjólfsson kemur til landsins 3 maí og skellir sér til eyja
Skítamórall með þrusuball 3.maí í höllinni...
uhm man ekki meir en það er trúlega mikið meira að ske
Eyjan mín Bjarta
Nú leik ég þér lag svo ljómandi fögur þú ert....
já fínasta ferð til eyja um helgina.. frábært veður eins og vanalega og sumarfílingur gerði mikið vart við sig..
Ég og Andri náðum að taka þarna fína frétt um göng til eyja nema bara náðum ekki tali af Inga Sig.. sem við reddum bara með símaviðtali eða einhverju sniðugu.. uhm ég fór í ammli á föstudagskveldið hjá Hrafnhildi Björnsdóttir og þar var Viggó að meika það gjörsamlega... laugardagur fór ekki í þynnku því ég er svoddan hreystimenni og fórum við Andri að taka fréttir þá.. síðan fórum við forsetinn á rúntinn og kíktum svo inn í ásgarð þar sem var verið að opna kosningarskrifstofu sjálfstæðisflokksins með meiru.. og þar var boðið upp á veigar, þó ekki pál og ekki segir maður nei við því.. síðan var það leiksýning þar sem mér þótti Didi Pulsa, Gummi og Erna rúla.. hæfileikaríkt fólk þar.. en þó var maður soldið dannaður eftir bjórdrykkjuna í ásgarði..
Sunnudagur fór í fermingu og ég las bókina Ég veit þú kemur sem er mjög skemmtilegt rit og hrein skömm af því að mar skuli ekki vera búinn að lesa þetta fyrr.. og djöfull hlakkar mig til þjóðhátíðar.. þetta verður rosalegt..
föstudagur, apríl 11, 2003
Sniðugur drengur
Bloggari dagsins í dag er Boggi sem er trúlega sniðugur drengur...
Fólk að sofna
Er að fara með Herjólfi á ettir til eyja.. nennti ekki að hanga upp í íbúð og ákvað að kíkja í miðborgina, og sona fyrst mar er hérna þá er eins gott að kíkja á netið sona rétt áður en maður skreppur út á skerið.. ég sit hérna á borgarbókasafninu og það situr eldri kona hérna við hliðina sofandi og hrjótandi... undarlegur staður sem fólk velur sér til að sofa
Litadýrð í Reykjavík
þó að það sé voðalega gaman að sjá og vera sona c.a 20 manns í eyjum að dimmetera þá held ég að það sé klikkun í reykjavíkinni.. þvílíkt stuð á liðinu.. núna er Ingólfstorg troðið af flindbullum unglingum í allra kvikinda líki að skemmta sér eina og það sé 1999... bara stuð.. það er örugglega rosalega atyglisvert að vera túristi í Reykjavík í dag
fimmtudagur, apríl 10, 2003
Undarlegt með nám
Rosalega finnst mér eikkað erfitt að mennta sig á Íslandi... ekki það að maður sé heimskur.. heldur það að nám er dýrt og nám er vinna og ekki er ætlast til að maður geti mikið unnið með námi.. allavega.. þá er það mjög undarlegt með t.d það sé Einzi Hlö bennti svo réttilega á að landsbyggðarfólk á mikið erifðara með að komast í nám í háskólanum heldur en Rvk-fólkið.. og svo er það með lán, fær maður ekki skert lán ef maður vinnur með lánum? semsagt duglegra fólk þarf að gjalda fyrir hina.. ég er reyndar ekki nógu mikið vel að mér í þessum lín málum gott ef ég fæ eikker komment hérna..
Svo er eitt.. ég fór niðrí Lín til að athuga með einn skóla sem ég er búinn að vera skoða.. þetta er kvimyndaskóli í London og er víst mjög góður skóli og maður á mikla möguleika á að læra mikið þarna og bla bla bla... ég tjékkaði á honum og kemst að því að skólinn er lánshæfur.. sem mér finnst gott því það eru eki margir kvikmyndaskólar lánshæfir.. þannig ég hélt að ég væri í góðum málum.. en nei.. það er aðeins boðið upp á framfærslulán..hvaða rugl er það? þeir bjóða mér upp á 120 þús á mánuði.. sem er skítsæmilegt en alls ekkert súper, sérstaklega í london.. en máið er að skólinn er 2 ára nám og í allt kostar hann 4 milljónir.. hvernig í andskotanum á maður að geta borgað fyfir það? fokk 120 þús kall gimmí 4 millur..
Ógeðislög á heilanum
Hver man ekki eftir sorglega þættinum í fyrra á Skjá einum er hét Hjartsláttur í strætó.. vondur þáttur með agalega vanabindandi og ógeðslegu titillagi.. þetta lag er ofrið fast í hausnum á mér af einhverjum undarlegum ástæðum... care to explain...
uhh eitt í viðbót.. trúlega ekkert blogg frá mér þar til á mánudag eða hérumbil.. vegna þess að ég er að fara til Eyja og þar er ekkert internet.. nei djók.. eyjarnar eru alveg hátæknivætt samfélag.. en ég mun ekkert komast í neina tölvu þannig..
Djöfull er mar vinsæll....
Varla búinn að sleppa orðinu um að fara til eyja og strax búið að bjóða manni í partý.. og ekkert bara venjulegt partý heldur ammli hjá Hrafnhildi.. nokkuð nettur.. en Helgi ætlar þú ekkert að tæta og trylla? eða verður þetta samkuntu ammli?
Nýjasta auglýsinginn úr smiðju markaðsdeildar DV
Ég heiti EiS.
Ég er fyrverandi formaður NFFÍV.
Ég rak Helga forseta.
Ég reyki þrjá pakka á dag.
Ég er DV....
Fyrir hönd Markaðsdeildar DV
Hr. Blanco
Til eyja
Jammsa sa
Ætla trúlega til eyja á morgunn til að fara í fermingu sem þýðir bara eitt.. og það er matur og ekki bara venjulegur matur.. heldur veislumatur.. ég held ég fari með poka með mér þangað hehe
en meira verður gert í eyjum.. við vorum að stofna fréttastöð í kvikmyndaskólanum, fréttastöðina F2 sem mun frumsýna sinn fyrsta fréttþátt næstkomandi miðvikudag.. og ég og Andri stórleikari úr stórmyndinni Gemsum, munum fara til eyja og gerast fréttaritarar þessa helgina..
einhver skúbb??
Kvikmyndir hafa áhrif
Var að pæla í þessu í gærkveldi, hvaðí raun kvikmyndir hafa mikil áhrif á fólk.. En eru þó alls ekki eins viðurkenndur hlutur sem listgrein eins og bókmenntir og annað slíkt plebbadundur.. þó svo geta kvikmyndir skilið eftir sig mjög mikið...
til dæmis man ég að eftir að hafa séð Arachnophobia þá renndi ég alltaf hendinni yfir sturtuhausinn áður en ég fór í sturtu.. soldil geðveiki en þetta köngulóasturtu atriði sat bara sona fast í mér..
og meina Trainspotting var rosalega á sínum tíma og náttlega atriði eins og Kayzer söze og sixth sense.. og mörg fleiri sem ég man ekki akkúrat núna..
nefnið dæmi um áhrifaríkt atriði í kvikmyndasögunni.....
Kvikmyndahátíð
Menning í Reykjavík.. jamm það var að byrja Kvikmyndahátíð í Regnboganum.. og vill svo til að ég hef nú áhuga á að sjá allavega 3 myndir þar.. það eru þær:
Bowling for Columbine ettir mest hataðsta bandaríkjamann nú í dag.. held að þessi heimildarmynd sé alger snilld.. og hlakka mikið til að sjá
Svo er það 28 days later sem er eftir sama snilling og gerði Trainspotting nú á síðustu öld.. ég sá auglýsingu um þessa mynd á Sky tv stöðinni í sumar sem alveg svínvirkaði á mig...
að lokum langar mig líka til að sjá Comedian með Jerry Seinfeld.. en hann "byrjar upp á nýtt" eins og hann orðar það og reynir fyrir sér með algerlega nýtt efni og ferðst um í slísí börum og solleis til að meika það attur.. skylst að þetta sé mjög fyndið.. því náttlega vita allir hver Seinfeld sé og allir koma á staðinn og búast við brjálaðslega fyndnu showi sem er svo hallærislegt og ekki fyndið...
miðvikudagur, apríl 09, 2003
Takk Óli!
Ég þakka Ólafi fyrir afmæliskveðjuna, djöfull ertu minnugur drengur (eða er þetta kannski ekki alveg rétt orða val þegar maður er að yrða á verðandi prest???). Ég átti í ansi djúpum samræðum við vinnu félaga minn hann Hörð Gígja í gær, þessi maður er einhver mesti snillingur sem ég hef kynnst, og jafnframt einn sá allra furðulegasti. Eftir að við vorum búnnir að ræða nánast allt milli himins og jarðar í um klst. (ATH. það er mjög lítið um að vera í vinnuni hjá mér þessa dagana) þá tjáði Höddi mér það að það tvennt versta að hans dómi sem komið hafi útúr sjálfstæðri hugsun mannskepnunnar frá upphafi, sé kristindómur og kommúnismi. Jafnframt komst ég að því að hann væri mikill fylgismaður einræðis, og að hann styddi það eindregið að það yrði tekið upp hér á landi, og ræddum við svo hvern hann vildi helst sjá sem einræðisherra yfir Íslandi. Ekki var hann nú með á hreinu hvern að hann vildi helst sjá í þeirri stöðu, en vorum við þó sammála um að sá maður yrða að vera í það minnsta yfir meðalagi gáfaður, þá komst ég að því að hann teldi alla sem væru í pólitík vera lítt greinda og sagði hann mér þá einnig að gáfuðust mennirnir sem hann hefði kynnst um æfina væru rónarnir í Reykjavík en hann hafði víst haft einhver samskipti við þá á sínum yngri árum. Já, já, magnaður maður með magnaðar skoðanir.
En bara svona í lokinn, til hamingju með daginn ég!
Ekki grunaði mig þetta
Oft sem maður er að pæla í hlutunum.. og oft semmaður kemst að niðurstöðu að það sé ekki neitt svar við því sem maður er að leita að.. sérstaklega þegar maður er að leita á leit.is.. Ef mðaur er svo almennt að pæla í t.d tilgangi lífsins er þá til svar við því?
Tökum nú stutta pásu svo að Zindri geti melt þessar upplýsingar..
En já, er ekki bara málið að finna spurninguna fyrst áður en við heimtum svar?? hvað er tilgangur lífsins? nú er þetta of víðtæk spurning til að ætlast til að fá mjög stutt og hnitmiðað svar.. eða mér finnst það allavega
Byrjum frekar á einhverju einföldu... eins og t.d af hverju pöddur??
MIG VANTAR VINNU
og ekkert kjaftæði... ég held ég flytji bara til Eyja í sumar því það er enga vinnu hægt að fá í þessari borg.. vona að það gangi betur eftir á eyjunni björtu.. en allt info um vinnu í eyjum vinsamlegast látið mig vita....
Svelta í Reykjavík
Mig er farið að langa heim til eyja til að borða.. ég ét afar takmarkað hérna í borg óttans.. allavega í þessari viku.. tengist e.t.v af því að ég hef verið lítið heima hjá mér og á engan pening til að kaupa mér snarl þegar ég er í tökum og klippingu.. og maður "skreppur" ekkert í strætó hérna í kúkareykjavík til að fara heim að éta.. allavega nenni ég því ekki...
En allavega, held ég sé að fara heim á föstudag, þarf reyndar að koma attur í borgina mánudag því að það er bara eftir fréttafluttningur og frumsýning á því og frumsýning á matreiðlsuþættinum sem við vorum að klára núna í morgunn næsta miðvikudag.... og svo er páskafrí og svo er lokaverkefni.... úff....
Til hamingju þú hefur unnið þér inn Ost
Góðan dag, já og sælt veri fólkið.. nú er maður bara byrjaður að blogga aftur eftir 5 daga pásu sem er nokkuð gott á tæplega ársgamalli síðu.. held að þetta sé með lengstu fríum sem ég hef farið í.
En Vinningar..ég fæ vanalega ekki páskaegg því að ég held að foreldrar mínir telji mig bara vera of gamlan fyrir slíkan.. enda finnst mér ekkert lengur varið í það að éta heilt sona súkkulaðiegg lengur.. það er allavega minna spennandi en það var fyrir þúsund árum síðan... svo er nammið alltaf svo vont inní þessum eggjum, allt orðið gamalt og hart... ömurlegt
En allavega, ég hef samt ekkert móti því að fá sona egg frítt.. ég er eillega ekki á móti neinu sem er frítt þessa daganna.. en málið er að ég sá auglýsingu frá XY.is sem stóð að allir sem myndu skrá sig þar fá frítt páskaegg frá Nóa siríus númer 4.. veii snilld og ég skrái mig.. og sé svo smá letrið.. það þarf að ná í kortið fyrir 10.Apríl og leggja 1000 krónur inn á bankabókina... helvítis
föstudagur, apríl 04, 2003
Enn af stolnu efni!
Mig langaði bara til að setja hér fram tvenn samtöl sem maður sem kýs að kalla sig NN. seti á svið á spjallsvæðinu á VKB-síðunni, svo fleirri geti notið, gersvovel:
Jón: halló Gunna
Gunna: Jón, ég þarf að segja þér....
Jón: Hvað er að sjá þig?
Gunna: ég er með barni.
Jón: ég sé það! Hvað í helv...
Gunna: lof mér að útskýra, sko, það kom til mín engill og sagði að ég skyldi fæða Krist að nýju...
Jón: HVAÐ? Ætlastu til að ég trúi því? Maður fer frá í hálft ár, og þú ferð eitthvað að þúlla þér, og lýgur því svo að Guð, hvorki meira né minna hafi barnað þig!
Guð: En það er rétt. Það var ég!
Jón: Djöfullinn sjálfur!
Guð: Nei, það er ég, Drottinn, skapari himins og jarðar!
Jón: Svo það varst þú! Hvað á það að þýða að fikta í minni konu?
Guð: Hún á að bera Krist, til þess að boða komu 1000 ára ríkisins.
Jón: Það er engin afsökun! Gunna! Þú ert hóra! Ég er farinn! Út með þig!
Gunna: nei, Jón, ekki...!
Jón: Drullaðu þér út!
Guð: Ég sagði þér að segja honum ekki frá því....
OG
Guð: sæll
Jón: Hey! drullaðu þér úr kaffivélinni minni!
Guð: ég er með mikilvæg skilaboð til þín, frá mér sjálfum, Almættinu!
Jón: fokkjú.
Guð: það er óþarfi að vera með dónaskap.
Jón: farðu fyrst úr kaffivélinni, svo skal ég íhuga að gera einhverja hundakúnstir fyrir þig.
Guð: Er þetta betra?
Jón: Allt í lagi. farðu bara áður en einhver sér þig þarna.
Guð: gott. ég vil að þú farir með tvær steintöflur með boðorðum fyrir mig, og sýnir þær fólkinu.
Jón: heyrðu, varstu ekki búinn að reyna það?
Guð: Jú. en gömlu góðu aðferðirnar, þær standa fyrir sínu!
Jón: virkaði þessi aðferð seinast, þegar þí mynnist þess?
Guð: Mmm. það er góður púntur hjá þér. Ok, hvað með þetta, Þu breytir smá vatni í vín, og gengur svo á vatni. Hvað með það?
Jón: Ertu viss um að þú sért guð?
Guð: uh...já! Ég er guð, lífið og eilífðin!
Jón: Þú lýgur því! Ég sé það á þér!
Guð: Okey okey okey, ég er ekki Guð. Ég er Sigfús á hæðinni fyrir ofan. En mér finnst samt að þú eigir að gera hundakúnstir fyrir mig! Geturðu ekki velt þér eða eitthvað?
Jón: Ég er farinn í bíó. Bless.
Guð: Ekki fara! Andskotinn!
Guð: Heyrðu, hvað á það að þýða að þykjast vera ég? Veistu ekki að það táknar mikla hvöl?
Guð: Sorrý.
Guð: Ekkert "sorrý" hér. Bíddu meðan ég lýst þig eldingu!
Verði ykkur að góðu!!
Hvað er í gangi hjá DV?
Ég sá DV liggja á eldúshborðinu heima áðan, og sá þá slagorðin sem þeir eru búnnir að skella á forsíðuna hjá sér;
... um fólkið
... fyrir fólkið
Ég meina, eru þeir búnnir að ráða Hr. Hugo Blanco sem markaðstjóra hjá sér???
Boltinn að nálgast
sun. 18. maí. 2003 Kl:14:00 ÍBV - KA Hásteinsvöllur
En ég held að það verði ekki mikið um rósir hjá ÍBV í sumar... eða hvað??
komment takk....
Nettasti maðurinn í viðtali
Guðmundur Kr. Eyjólfsson er í viðtali hjá Einza Hlö sem er bara hið besta mál, fínt viðtal sem þið getið bara kíkt á hér.
En annar til að kvóta að mér finnst snilldar línu úr viðtalinu þá er hún hér:
"Hvað myndiru gera ef þú fengir að ráða landinu í einn dag?
Skipa Helga ólafsson sem sjávarútvegsráðherra og ná Tola úr Ghettóinu"
Mjög fyndið
Ég sá örugglega eitt það fyndnasta sem ég hef séð í þættinum 70 mín í gær... það var áskorun á Simma að éta "man ekki hvað heitir" en það er það sterkasta sem til er.. það er til scali yfir sterkleika og Jalapeno er í 5000.. og þetta grænmeti eða hvað sem á að kalla þetta er í 300,000 sem er töluvert meira en Jalapeno
Allvega þá átti kallinn frekar erfitt með að éta þetta, en svona hélt virðingunni... En svo kom Auðunn Blöndal sem er yfirleitt aulinn í öllu sem á að éta eða drekka í þessum þætti.. hann hneykslaðist svo á Simma að hann vildi prófa.. og vá.. fyrst engin svipbrigði en þegar sterkleikinn fór að kicka inn þá fór drengurinn að grenja.. mjööög fyndið.. mig langar soldið til að smakka þetta dót
fimmtudagur, apríl 03, 2003
mikið um e-mail
Komst áðan inn í inboxið mitt á boggi80@simnet.is... þá er ´víst hægt að skoða það á netinu sjálfu.. hélt það væri bara hægt í minni tölvu í gegnum outlook.. en sona er maður heimskur.. en allavega komst ég að því að ég er vinsæll gaur.. þar biðu mín 227 ný skilaboð.. geri aðrir betur... reyndar 98% SPAM
Helvítis tölvuógeð
Það var svosem auðvitað.. til þess að ég geti verið með í þessari adsl tengingu í nýju íbúðinni minni þarf ég að vera með "netkort" sem mér skilst að eigi bara vera sjálfsagt mál að sé í hverri fartölvu.. en auðvitað var það ekki í þessari druslu tölvu sem ég fékk.. o sei sei.. þannig ég þarf að reyna finna mér 6000 kall til að kaupa mér netkort.. og ég er ekki beinlínis að vaða í peningum þessa stundina..
Ég hef gert 2 fjárhagslega Stórslys á minni ævi.. annað var spánarferðin 2000 sem var snilld en ég átti engan veginn fyrir öllum þeim peningum sem ég eyddi þarna úti.. sem mér er svosem sama því að ég sé ekki eftir neinu við þá ferð.... Hitt er líka fyrir utan það að vera fjárhagslegt stórslys, líka það heimskulegasta sem ég hef gert að það var að kaupa þessa heimsku fartölvudruslu frá fív/tölvun...
Sjónvarpsþáttagerð
Vika í tv-sjóa gerð er hafin.. eigum að framleiða "pilot" matreiðsluþátt sem er bara gaman því að matur er skemmtilegur... uhm svo eigum við að skila inn hugmyndum af 2 öðrum þáttum á blaði, annar á að vera raunveruleikaþáttur og hinn á að vera ferðaþáttur.. leiðinlegasta við þetta verkefni að maður þarf að skrifa nákvæma díteila um þáttinn.. hvað er kostnaður, styrkir o.s.frv. sem er vesen.... svo er eitt einstaklingsverkefni en við eigum að skrifa á blað hugmynd af þætti sem manni myndi sjálfur finnast frábær, má alls ekki missa af.. þannig í því verkefni þarf maður ekkert að spá í markhóp eða neitt annað.. gaman
en jamm helgin fer þá væntlanlega í tökur á matreiðsluþætti þannig að ekkert djamm verður þessa helgina
miðvikudagur, apríl 02, 2003
Tilefni til að drepa alla
Soldið eftir á með fréttirnar hérna en eins og allir vita (eða allavega fólk sem glápir á fréttir) þá var Zoran Djindjic forsætisráðherra Serbíu myrtur fyrir um c.a mánuði síðan.. og ég hef tekið eftir því að síðan þá hafa fréttir verið að pompa inn í fréttatímana um að það er verið að ná þessum og hinum glæpagengjum og þessi og þessi dóu í skotbardögum vegna gruns um að hafa átt aðild að morðinu á Zoran....málið er þetta.. er þetta ekki bara kjörið tækifæri fyrir trúlega afar spillta lögreglu í þessu landi að losa sig við alla þá sem þeir eru búnir að vera á eftir... ?? mér þykir það líklegt..
Ef þetta kæmi fyrir á Íslandi, og löggan hefði byssur.. væri þá 20-30 síbrotamenn dauðir?
en þetta er annar bara pæling fyrir hann Zindra.. hann hefur svo gaman af sona bulli
Snilldarlag
Lag dagsins fékk ég á heilann þegar félagar mínir í næsta hóp voru að klippa sitt myndband.. það er með hljómsveitinni Ókindin og lagið held ég að heiti bráðnaður.. mjög flott lag skal ég segja yður...
þriðjudagur, apríl 01, 2003
God as James Mason
Ástþór held að þetta sé dúddinn...
Snilldarpenni
Ég held að þessi færsla hérna sýnir það að Þorsteinn Guðmundsson er alger snillingur
tekið af síðunni hans:
Sjónvarpssjúklingur
Það er kona í húsinu hérna fyrir ofan mig sem er orðin gersamlega sjónvarpssjúk. Ég hef stundum kíkt inn um gluggann hjá henni og þá hefur hún oft verið að leggja kapal, tala í símann og einu sinni var hún að sauma nærbuxurnar sínar saman en undanfarnar vikur hefur hún varla slitið sig frá sjónvarpinu í eina sekúndu. Sunnudaginn síðastliðinn lá ég í rúman klukkutíma á glugganum hjá henni og það var varla að hún hreyfði sig einu sinni. Hún bara glápti og glápti. Vegna þess að ég var búinn að lofa að setja í þvottavélina og hafði ekki tíma til þess að hanga þarna lengur þá hringdi ég í hana úr gemsanum mínum, bara til þess að fá hana til þess að standa upp. Og það var varla að hún nennti að svara. Það tók hana örugglega heila mínútu að standa upp úr sófanum og taka upp tólið. Ég gat ekki stillt mig um að segja við hana símann: Get a life.
Thelma Ýr
Jamm stúlkan varð svo bara í öðru sæti.. veit ekki.. hef reyndar ekki séð stúlkuna sem vann en hún hlýtur að vera virkilega myndarlega.. en allavega þá fær Thelma að keppa í ungfrú Ísland lokakeppninni.. sem mér finnst soldið kjánalegt... ef stúlka sem lendir í 2 eða 3 sæti í landshlutakeppninni.. hvaða vinningslíkur hefur hún þá í aðalkeppninni??
Músíkvídjóin eru á enda
Þá er þeim kafla lokið í Kvikmyndaskóla Íslands.. og vá hvað það er erfitt að gera tónlistarmyndband... það er náttlega miserfitt en þetta tiltekna verkefni var algert helvíti að taka og egra.. þó svo var það mjög gaman.. bara erfitt.. það mættu þarna frábærir leikara, þar á meðal gaurinn í bensín auglýsingunni... en þetta verkefni sannaði fyrir mér að ef maður leggur sig nógu vel fram fær maður verðlaun á móti.. sem við fengum því að við unnun fyrir besta myndband og átti ég ALLS ekki von á því eftir að hafa séð eitt annað myndband sem var þarna á sýningunni.. nefni engin nöfn en það var þrusugott...
En jamm nettur...
Íslandsbanki að gefa 5000 kalla
Sá á mbl.is og núna í glugganum í Íslandsbanka niður á Austurstræti að milli 16:00-16:30 í dag munu þeir gefa nýju 5000 króna seðlanna, en aðeins fyrstu 50 seðlanna
1.Apríl í dag
Þeir sem fatta aldrei að það er gabbdagur í dag... þá er ég hér að láta ykkur vita að allt undarlega glaðlegar fréttir eru gabb, það er ekki verið að gefa sjónvörp o.g.frv.
Samt þetta er góður dagur fyrir fyrirtæki að einmitt gera þetta... fyrstu 100 fá frítt sjónvarp.. það myndu ekki mæta nema 10 bjánar sem falla fyrir öllu... og þó?
|