fimmtudagur, júlí 31, 2003
Gleðilega Þjóðhátíð

Þjóðhátíðarbarn
Hún Guðfinna Dís Ásgeirsdóttir litla frænka verður 2 ára á morgun. 1.Ágúst og þá verður sko húllum hæ..
Til hamingju með Afmælið Dúllan mín
miðvikudagur, júlí 30, 2003
Nýr Geðsjúklingur á Blogglistann
Snillingurinn og fávitinn Biggi fær þann mikla heiður á að fara inn í gengið hjá bloggurum Íslands.. og þar sem hann er svo mikill aðdáandi Beturokk þá ákvað ég að skella honum fyrir neðan hana.. nettur.. hérna er hann líka.
p.s kíkiði á topp 10 listan yfir fólk sem fer í taugarnar á honum.
mánudagur, júlí 28, 2003
3 Dagar
 Já aðeins 3 dagar í Þjóðhátíð Vestmannaeyja 2003 í boði Pepsi og Esso.. hehe vá löng kynning.. En allavega þá er allt komið á fullt hjá okkur peyjunum í VKB, erum að fara smíða borðabekki í kvöld og á morgun sem eiga nýtast sem langborð í RISAstóratjaldinu okkar sem við einmitt prófuðum í gær og tókst bara ágætlega vel upp miðað við fyrsta skipti að tjalda þessu skrímsli.. það er þó töluvert meira vesen að tjalda því en venjulegu tjaldi...
Síðan eru ruslatunnur í vinnslu og svo reddingar í Tjaldið, s.s luktir, net sem við þurfum að strengja á milli súlna í loftinu svo að dúkurinn haldist uppi.. það sígur svolítið.. en já hælar og margt margt fleira.. svo er það bara maður sjálfur.. þarf að fara í ríkið og alles goodes
Það eru ekki miklar líkur á því að ég detti'íþað á miðvikudaginn því að það er vinna hjá mér þá nótt, um kl 4 minnir mig og ég held það sé ekki vel séð að mæta drukkinn í vinnuna..
en þá byrjar bara actionið á fimmtudaginn.. súlustuð þá og tjöldun á Föstudag í fyrsta skipti í sögu VKB.. höfum yfirleitt skellt upp tjaldinu bra á fimmtudeginum og tekið það niður viku seinna.. en þar sem við erum komnir með soddan tjald að ég held við verðum að fylgja fjöldanum í þetta sinn..
En já frábær vika framundan
sunnudagur, júlí 27, 2003
Fáránlega stutt
 Jæja.. þá er þetta bara að skella á.. úff maður bíður svoo lengi eftir þessu og þegar það fer að koma að því þá finnst manni alltof stutt... asnalegt
En það er bara von að veðrið verði sona eins og um þessa helgina.. alger snilld.. En á morgun byrjar stressvikan góða.. þar sem maður er alltaf að redda öllu á síðasta snúningi... ég held ég þurfi bara eikker geðlyf í vikunni.. eða bara skella í sig bjór.. nettur
Hverjir hérna ætla byrja á miðvikudaginn??
föstudagur, júlí 25, 2003
Síðasti dagur glersins
 Já ég var næstum búinn að gleyma því að í dag var síðasti dagur glersins í Vínbúðinni við Strandveg.. maður pælir ekkert í þessu þar sem í huga mér er alveg mánuður í þjóðhátíð .. en hún er eftir VIKU!!!!!! úff.. en allavega ég venjulega kaupi nú alltaf bjór í dósum og mun halda því áfram.. en ég vildi kaupa mér eikkerja tjéddlíngadrykki sem eru einungis til í gleri.. það er nebblega mikið betra að vakna á morgnanna og skella í sig sollis sulli en að byrja á bjór.. þannig það verður Kjötsúpa og Bacardi Breezer í morgunmat um næstu helgi hjá mér....
Þið sem eruð að koma frá rvk í næstu viku og ætlið bra versla í ríkinu í eyjum.. þá er ekki hægt að kaupa neinn bjór í gleri hérna.. þannig að gott að hafa það á hreinu...
Unisex
 Já á þessum nýja tímabundna vinnustað.. er svokallað unisex.. eða klósett sem bæði kyn stunda.. ekki hægt að segja mar stundi klósett eins og maður stundar bari? hehe
en allavega.. þetta kann að hljóma mjög skemmtilegt allt saman og stemmningin ætti að vera sona eina og í Allí makkbíl en svo er það nú ekki.. þetta er bara lítið herbergi með klósetti og sturtu sem einu sinni var trúlega notuð.. litlum vask og helling af handþurrkum.. Svo er meira sem gerir þessa lífsreynslu afar óspennandi og það er það að við karlmenn viljum trúa því statt og stöðugt af einhverjum sökum að kvennfólk kúki ekki.. eða allavega sætt kvennfólk.. og það er ekkert svo gaman að koma inn í kúkafýluna hjá pjásunum þarna.. svo er það með dömubindin.. þau eru þarna út um allt gjörsamlega.. oní ruslinu má sjá umbúðir og pakkningar út um allt.. manni líður hreint og beint alls ekkert vel á þessu Unisex klósetti og er ég að spá í að kæra Allí makkbíl fyrir að ljúga svona að almenningi að þetta sé sniðug hugmynd...
fimmtudagur, júlí 24, 2003
SNILLD
 Akkúrat í þessum skrifuðum orðum var INGI SIG að skora mark fyrir ÍBV.. alger snillingur þessi maður og reddari.. alltaf hægt að treysta á Inga Sig.. hehe á '72 mín ÍBV 2 --Valur 1
vonandi við höldum því ha? Kiddi
Meira um áfengi
 Tja víst mar er nú kominn í áfengið þá er vert að minnast á það að ég og góðvinur minn og bróðir Friðberg Sigurðsson höfum verið svo frægir að vera skráðir á spjöld sögunar fyrir að mixa saman drykk og skella á hann nafni.. og til sönnunar er hann hérna á coktail.is... Drykkur þessi var nefndur Þokan þó reyndar fokan í fyrstu en ég held að það hafi verið megna "Þvæli" sem er einmitt samtal þvoglrumæltra manna.. ef ykkur langar að blanda þennan drykk mæli ég með að þið kíkjið hingað
En af hverju annars er notað orðið þvoglrumæltur ?? þvoglrumæltur maður getur ekki einu sinni sagt það... ætti bara vera humms.. eða eikkað sem maður getur allavega sagt þvoglrumæltur.. já þetta er orðið gott..
Óbjóður
 Þeir sem eikkað fylgjast með Halló'skan hjá mér eða kommentkerfinu eins og flestir nú kalla það.. hafa e.t.v tekið eftir því að einn undarlegur maður sem ég vil helst kalla Steina sterka, er að reyna sannfæra alheiminn að Gin í mjólk sé herramannsdrykkur... ég ætla nú ekki að væla eins og smákrakki heldur ætla ég að fá að smakka þetta hjá honum áður en ég dæmi.. og þó ætli ég fái mér ekki smá forskot á sæluna núna..
Þetta er alger viðbjóður.. hverjum dettur það í hug að drekka þetta?? eins og Helgi orðaði það.. eins og að drekka hvönn... hehe
Annars var ég einu sinni mikill Gin maður.. man ég þegar ég var 16 ára og ég og nokkrir peyjar vorum að drekka yfirleitt hjá pabba eins stráksins.. þá var aðal sportið að drekka seagrams út í seven up með bláum ópal....
en maður þroskast nú..
Allt að gerast
 Já maður fer nú æ oftar hringinn í Dalinn til að fylgjast með.. og núna þegar kannski eikkað róast hjá manni að mar getur farið að hjálpa til..
Það er verið að undirbúa malbikun á göngustíg niðrí Dal þannig að fólk þarf ekki lengur að vera þvælast fyrir á veginum nið'rettir þar sem jú 15 km hámarkshraði er.. pæli í því að missa prófið á 31km hraða hehe...
Vitinn er enn ekki kominn upp en ég hef þær upplýsingar úr innsta hring að það verða gerðar breytingar á Vitanum í ár.. fylgisti því spennt með næsta fimmtudag um kl:23:00 þegar Vitinn verður formlega opnaður þetta árið. Hofið er hálfnað og verður trúlega tilbúið í kvöld, Myllan er ennþá bara á hliðinni og ekkert byrjað þar.. Brennan gengur vel og ætti að vera svakalegt mannvirki eftir 8 daga... svo er það bara helst að það er nýbúið að slá í brekkunni og hún lítur tja.. ekkert svakalega vel út en held það reddist.. og svo eruð þeir búnir að færa stóra sviðið örlítið þannig að núna er hægt að sitja á mun stærra svæði í brekkunni...
Ég held þetta sé komið nóg í bili..
Bakaradrengur
 já ég var ráðinn tímabundið á Þriðjudaginn í Vilberg Bakarí því að eikker bakarinn var ekki að nenna mæta í vinnuna og svollis.. en svo var mér tilkynnt að ég þyrfti ekki að mæta því það ætti að gefa þessum séns sem og það var gert í gær.. svo var hringt í mig eldsnemma í morgun til að mæta í vinnu þar sem hinn bakarinn gafst upp eftir 1 DAG!!! vá talandi um aulaskap.. en jæja þá er ég allavega kominn með fasta vinnu fram að þjóðhátíð.. og verð að vinna eikkað eftir hana lika.. til sona c.a 15 ágúst.. þetta er hið besta mál því skattkortið mitt er alveg ónýtt þetta árið þannig peningarnir munu rúlla inn mar!!
Það er samt ótrúlega mikið að gera þarna.. ég var þarna síðast að vinna þarna í júní í fyrra.. og þá fannst mér alveg mikið að gera.. well það er allavega búið að tvöfaldast ef ekki meira.. enda ekkert skrítið.. þetta er eiginlega eina bakaríið í Eyjum.. mér var sagt það að við Vilberg gerir jafn marga snúða á degi eins og Magnúsarbakarí á viku.. hann er góður í viðskiptum þessi maður ha??.. svo er hann að stjórna bænum okkar...
miðvikudagur, júlí 23, 2003
Besta Þjóðhátíðin
 Já margir upplifa Þjóðhátíð á mismunandi hátt.. mörgum fannst Þjóðhátíðin í fyrra alveg frábær á meðan hinum fannst hún ekki svo góð.. oftast hef ég heyrt að Þjóðhátíðin 2001 hafi verið toppurinn og aldrei muni nein ná þeirri stemmningu sem þá var.. Gaman væri að vita hvað þið þarna Þjóðhátíðarfíklar hafið um það að segja? Hvað var besta Þjóðhátíðin og af hverju? eru þið kannski með góða sögu ???
Tjáið ykkur!!
Stjórnar Árni Brekkusöngnum?
 Já mikið hefur verið rætt um hver muni geta tekið við starfi Árna sem stjórnandi Brekkusöngsins, það voru (eru??) allar líkur á því að hann myndi sitja inni yfir Þjóðhátíðina, en svo eins og alltaf hafa kjaftasögur farið af stað og ein þeirra væri sú að sonur Árna ætlar að láta skíra son sinn á Þjóðhátíð og gefi þar með Árna leyfi til að fá frí úr steininum til að verða vitni að því.. en menn fá víst leyfi úr steini til að fara í skírn, jarðarför og brúðkaup ættingja.... þannig að aldrei að vita.. ég held afturá móti að Þjóðhátíðarnefnd sé bara búin að óska þess frá dómsmálaráðuneytinu að hann fái leyfi þessa helgi, þó það yrði ekki nema á sunnudeginum því að þetta gæti kostað þjóðhátíð þo nokkuð marga gesti.. allavega hefur maður heyrt það að fólk vilji bara Árna í brekkuna... hvernig sem þetta fer mun auðvitað verða gaman.. en það yrði stórkostlegt upp á stemmninguna að bróðir minn og félagi Árni Johnsen komi og stjórni stærsta Brekkusöng Íslands...
Undirbúningur
 Já núna er undirbúningur fyrir Þjóðhátíðina að fara rísa á sitt hæsta stig.. maður ætlar alltaf að vera tímanlega í öllu en endar svo á því að vera stresskast og nánast hjartaáfall hlaupandi um nánast grenjandi í að redda öllu.. en það er líka ákveðin stemmning í því.. sona svipuð og í að kaupa pakkanna á þorláksmessu..
En núna erum við félagarnir að standa í hústjaldakaupum, erum búnir að selja eitt af gömlu tjöldunum og erum að vinna í því að laga hitt svo við getum selt það fyrir hátíðina.. Erum búnir að fjárfesta í Hústjaldinu sem eitt sinn var í eigu Gáfumannafélagsins og er það tjald ekki nema 8 metrar á breiddina og 4 á lengdina... Svo verður Bjórhátíðarstemmning þarna inni.. segjum ekki meira um það...allir eru að sjálfsögðu velkomnir að kíkja í Bræðrafélagstjaldið um Þjóðhátíðina..
Svo þegar við erum búnir að redda þessum tjaldmálum er það bekkirnir sem fara inn í nýja tjaldið, búningarmál, nafnspjöld, félagsskírteini og reglugerðarbók sem reyndar er ekkert nauðsyn fyrir þjóðhátíð.. uhm já..
þriðjudagur, júlí 22, 2003
Sólarströnd á Heimsmælikvarða?
 Þegar Nauthólsvíkin opnaði var það víst alger bylting í sólarströndum á Íslandi.. enda ekki margar slíkar til hérna.. Og Nauthólsvíkin hefur fengið athygli um allan heim og fékk titilinn mest spennandi sólarstöndin af einhverju virtu tímariti.. Málið er að þegar ég fór upp á Heimaklett um daginn sá ég útsýnið yfir Klettsvíkina og sá að þetta er alveg stórkostlegt svæði þarna innst og ég var að spá hvernig þetta væri ef það yrði skellt þarna hvítum sand, hitað upp sjóinn og gert eikkað flott við svæðið.. þetta væri alger draumastaður.. svo væru bara bátsferðir á svæðið sem myndi skapa meiri atvinnu.. hvernig væri nú að athuga þetta nánar? Ég myndi allavega skella mér á sólarströnd í Klettsvíkinni
Ekki með lögin á hreinu?
Ef ykkur langar að komast í gírinn en eruð ekki alveg með lögin á hreinu þá endilega kíkiði hérna því þar finniði Þjóðhátíðarlög síðan 1933... ekki slæmt að byrja á því
Gæsahúð
Lífið er yndislegt
Á þessu ferðalagi fylgjumst við að.
Við eigum, örlítinn vonarneista fyrir hvort annað.
Í ljósu mánaskini vel ég mér stund og segi,,
ég myndi klífa hæstu hæðir fyrir þig.
ég væri ekkert án þín, myrkrið hverfur því að...
Lífið er yndislegt, sjáðu það er rétt að byrja hér
Lífið er yndislegt með þér.
Blikandi stjörnur skína himninum á.
Hún svarar , ég trúi varla því augu mín sjá
og segir ég gef þér hjarta mitt þá skilyrðislaust
Ég veit að þú myndir klífa hæstu hæðir fyrir mig
ég væri ekkert án þín, myrkrið hverfur því að...
Lífið er yndislegt, sjáðu það er rétt að byrja hér
Lífið er yndislegt með þér.
Nóttin hún færist nær ,, hér við eigum að vera.
núna ekkert okkur stöðvað fær
undir stjörnusalnum inní herjólfsdalnum..
Lífið er yndislegt, sjáðu það er rétt að byrja hér
Lífið er yndislegt með þér....
Tækifærissinnar ??
 Þeir sem hafa komið á Þjóðhátíð og þeir sem búa á Eyjunni björtu hafa eflaust tekið eftir því að hamborgari kostar svolítið meira en annarstaðar á landinu akkúrat um Verslunarmannahelgina... allt flug, herjólfur og þjónusta hækkar upp úr öllu valdi... t.d hjá flugfélagi Vestmannaeyja hækka fargjöld um að ég held 75% bara þessa einu helgi.. Herjólfur held ég að hækki sín fargjöld líka.. og svo er það öll þjónusta + matur hækkar upp úr öllu valdi.. mér er svosem alveg sama þar sem ég þarf ekki að fljúga til Eyja né taka Herjólf þessa helgi.. ég borða ekki hammara né annan sjoppumat nema þá helst pulsu niðrí Dal, læt mig nægja éta helling af Lunda og kjötsúpuna hennar mömmu, svo er manni alltaf boðið í grill og sona þannig maður kvartar ekki yfir matarleysi þessa helgi.. og mér dettur ekki í hug að reyna panta mér Pizzu.. já bíða í c.a 3 klst nei takk...
En pointið... Hvað með alla vesalingana sem eru að flykkjast til Eyja þessa helgi? það er nú nógu dýrt fyrir að ferðast um Ísland að það þurfi ekki að fara hækka verðlag meira.. eða hvað? Mér fyndist nú þróunin ætti að vera fleiri viðskiptavinir = lægra verðlag... eða hvað???
Breytingar
 Já múrverkið hefur orðið mjög rólegt undanfarna daga, bæði vegna þess hve svakalega duglegur ég er og vegna þess að það er rigning og spáð rigningu næstu daga og þau litlu verkefni sem eftir eru... er ómögulegt að vinna í rigningu... þannig að faðir minn fór núna að spjalla við Berg bakara (Dverg bakara hehe) sem er einnmitt eigandi Vilbergs Bakarí til að tjékka hvort það vantaði ekki vanan snilling í Bakaríið svona rétt korter fyrir þjóðhátíð.. en þeir sem ekki vita að þá er Vilberg eiginlega eina bakaríið í Eyjum þannig að það er mjöööög mikið að gera þarna núna, sérstaklega þar sem fólksfjöldinn í bænum mun hækka um nokkur þúsund yfir helgina stóru.. en jæja.. Boggi Bakari í stað Boggi múr... það er ágætt í smátíma..
mánudagur, júlí 21, 2003
Af mönnum og nöfnum
 Já menn gera allskonar hluti af sér í gegnum tíðina og fá því oft á sig viðurnefni sem vilja festast við menn... hérna koma nokkur tilfelli...
Helgi Ísbjörn
Helgi fékk þetta viðurnefni eitt sumarið þegar það var eikkað sumardjamm Bylgjunar eða eikkað álíka, og það var hægt að fara í teygjustökk niðrá bryggju... hann var svo óheppinn að teygjan fór í lykkju utan um hálsinn á Helga og ef það hefði ekki verið fyrir snarræði Helga þá væri hann eflaust ekki lifandi.. það varð allt vitlaust út af þessu og kom þetta í öllum fréttamiðlum landsins á sínum tíma... en málið er að sama sumar voru sjómenn sem hengdu Ísbjörn einhversstaðar norður fyrir landi sem einnig varð aðalfréttaefni fréttamiðlanna í landinu og einhverjum datt þá í hug Helgi Ísbjörn þar sem aðstæður voru svo svipaðar...
Helgi Forseti
Þessi drengur er einn af þeim vösku mönnum er skrifa hérna greinar... og þekkist drengur þessi yfirleitt ekki undir öðru nafni en Helgi Forseti... nema þá kannski Faxi, léttfeti o.s.frv... En nafnbót þessa þ.e Forseti fékk hann í skólarferðarlagi með FÍV... það var verið að spila leikinn síðasta homman með körfubolta inn í félagsheimili Þórs á Akureyri þegar einhver hendir boltanum í átt að málverki af fyrsta Forseta íþróttafélagsins Þórs á Akureyri.. Helgi stekkur þá og fórnar sér fyrir myndina með þessum orðum "bjargiði Forsetanum" En í dag þjónar þetta nafn nýjum tilgangi þar sem Helgi er einmitt Forseti Bræðrafélagsins VKB...
Boggi Kúlusmiður
Nei því miður það er ekki ég sem hef þetta viðurnefni... það er faðir góðvinar míns Óla Yo sem hefur fengið þetta skemmtilegu nafnbót Kúlusmiður.. og einföld er skýringin, hann nefnilega byggði hús í Eyjum sem er eins og hálfkúla í laginu og hýsir verslunina Vöruval í dag.
Óli Hæ og Andri Hæ
Ólafur er skólameistari FÍV og hefur þetta undarlega viðurnefni Hæ.. ég hef heyrt nokkrar útskýringar á þessu en veit ekki hver þeirra er sönn... ein sagan er þannig að þegar hann tók við stöðunni sem skólameistari og var að segja sína fyrstu ræðu hafi hann ekki komið upp neinu orði nema Hæ... hin sagan sem ég heyrði var það að hann hafi verið á gangi í skólanum rekið hausinn inn í eina skólastofuna og sagt Hæ... gaman væri ef einhver gæti komið með frekari útskýringar ...
Andri er sonur Ólafs og hefur því bara fengið ættarnafnið Hæ...
Atli Búbú og Siggi Búbú
Atli er gamall skipstjóri í Eyjum og fékk viðurnefnið Búbú því að hann var svo líkur Yogi Bear, sem einmitt sagði alltaf Hey búbú... Siggi er sonur hans og því hefur hann fengið ættarnafnið...
Jæja þetta er nóg í bili.. Það kemur ef til vill meira seinna..
Pæling
Af hverju "að mæla með einhverju" öðru en málbandi eða tommustokk... eða jafnvel reglustiku..
og hvort er það reglustika eða reglustrika?
YEAH
All the ladies in the house say yeah...
C'mon, you muthafucka say a prayer...
When ya fight, ya gotsta fight fair,
You muthafucka, ho, you muthafucka,
You know what time it is?
Tenacious D time, you muthafucka, go!
Fuck yeah!
...Snillingar
New kid on the blogg
Já ein stúlka sem hefur ákveðið að leyfa Eyjunum að njóta nærveru sinnar hefur ratað sér inn í Bloggarakassan minn og hefur hún ákveðið að skrifa um stemmninguna fyrir þjóðhátíð í Reykjavík... magnað hérna er hún
Tennsjon
 Já það er sko mikil spenna í Eyjum yfir þessu og er eitt víst að ef allt gengur upp þá fer fasteignaverð að hækka í Eyjum það get ég nú sagt ykkur... Maður getur samt ekki trúað neinu né fagnað neinu fyrr en það er búið að opna þessu blessuðu göng.. sem vonandi fær maður að sjá fyrir 2010.. stór þjóðhátíð árið 2010.... uppselt til Eyja? hehe sniðugt
Er það ekki magnað?
Það hefur enginn Njáll ákveðið að skíra strákinn sinn Steingrím síðan 1977 og sá Steingrímur Njálsson býr í Noregi... svo er það bara hinn eini sanni held ég allavega fæddur 1942... ekki vinsælasta nafnið í dag greinilega
sunnudagur, júlí 20, 2003
Djöfulsins Snilld
Þvílík útilega... og ein besta æfingarbúð fyrir Þjóðhátíð sem ég hef farið í, ég nenni samt ekki að þylja upp allt það sem gerðist í þessari ferð en allavega á föstudaginn fórum við á furðurlega skrítinn stað er kallast Árnes eða ÁRNE eins og skiltið sagði á húsinu.. það var ball með SS Sól og Sáinni, og sálin sökkaði en VÁ!!! SS Sól er svo mikil snilld... Jejeje jeeeee... eins og helgi myndi orða það... úff ég hef aldrei tjúttað eins mikið og þvílíkur fjöldi af fólki..
daginn eftir komumst við að því að Árnes sökkar, það var ekki hægt að fara í sund því eikker hálfviti hennti bjórflöksu í sundlaugina.. og þar með ekki hægt að fara í sturtu, útisturturnar á svæðinu voru ískaldar og svæðið var eillega í rúst.. en menn henntu sér bara í lækinn í staðinn... þá hófst leitin að nýjum djammstað..
og þar sem við vorum of margir í 2 bíla þá urðum við alltaf að ferja mennina með þvi að einn bíll þurfti ávalt að fara 2 sinnum en það var bara gaman.. fórum fyrst á Flúðir þar sem var 30 STIGA HITI.. vá djöfulsins geðveiki var það.. en bara fjölskyldufólk og djammstaðurinn var á stærð við skókassa, þá var rennt á Selfoss og ætluðum að vera á tjaldstæðinu þar.. en föttuðum svo fljótlega það að Selfoss er sorglegur staður og okkur vantaði buffaló skó, strípur og tribal tattú.. þannig við fórum á Laugarvatn.. ekki mikið djamm þar svo við enduðum í Úthlíð þar sem hljómsveitin Vírus var að spila.. sorglegt en það er band sem er samansett af 4-5 fertugum köllum sem spiluðu Ricky martin lög.. æði.. en já nenni ekki að segja meira ég farinn að leggja mig..
fimmtudagur, júlí 17, 2003
Ferðahelgi
jæja pása núna fram á mánudag þar sem ég verð út á Norðurey, nánar tiltekið í Árnesi að djamma.... góða skemmtun Boggi..
takk takk
Þvílík SNILLD
 Ég og góðvinur minn og bróðir Birkir Atlason fórum áðan upp á Heimaklett og þvílík skemmtun... þetta er alveg drullu erfitt fyrir mann eins og mig í ENGRI þjálfun.. var orðinn móður eftir 3 fyrstu skrefin hehe.. en þetta er ekki eins mikið vesen og ég hélt, enda búið að laga helling leiðina upp á tindinn.. 283 metrar og þvílíka útsýnið þarna uppi og hitinn var svakalegur vorum þarna bara á bol og svitnuðum eins og svín.. það er ljóst að ég fer þessa leið aftur í sumar...
duglegur?
 Það sem það er svo rosalega gott veður og ég er verkefnalaus í bili í vinnunni.. ætla ég að klára reitinn minn út í garði og skella mér kannski ef einhver nennir með upp á Heimaklett.. mar hefur nú aldrei gert það þannig að ég held það sé skylda í sona frábæru veðri.... hva er hann hár attur? 273m?? anyone?
Piparsveinn eða kanntu bara ekki að elda?
 Já ertu ekki alveg viss um hvað þú eigir að éta? Ertu svangur og kanntu ekki neitt? ég tel mig nú vera afbragðskokk en hef algera tröllatrú á örbylgjumat og finnst það fínasta veisla ef ég nenni ekki að elda.. núna er ég búinn að uppgötva hreinlega ótrúlega stórkostlegan örbylgjumat.. það er Casa Fiesta Chicken Buritos.. ég ætlaði barasta ekki að trúa þessu þegar ég var að japla á þessu.. tekur aðeins 3 1/2 mín fyrir 2 stk að eldast.. skellir smá salsa sósu með og þú færð varla betri mat á mexíkó stöðunum sem eru um alla Reykjavíkurborg.. man ekki hvað þetta kostar, myndi giska í kringum 400 kall fyrir 2 stk + 150 kall fyrir 1/2líter kók.. 550 kall fyrir hádegismat í staðinn fyrir að fara inn á sona stað og borga 1500 kall fyrir það sama... ef ekki meira... svei mér þá...
Pæling
Hvern þekkir Johnny Cash í Svíþjóð?
Herjólfur á Þjóðhátíð?
 Já þeir sem eiga pantað með Herjólfi um Þjóðhátíðina verða aldeilis að taka á því í dag.. því í dag á að vera síðasti séns til að greiða miðan sinn með jólfinum (eins og við eyjamenn köllum hann oft) eða hvað nei það á að byrja selja ógreidda miða í dag (hehe ógreidda) þannig að þeir sem voru súrir yfir því að komast ekki með Jólfinum á Þjóðhátið, þá er tíminn í dag mikilvægur því það er byrjað að selja miða aftur!!! allir að hringja og PANTA
aðeins 15 Dagar !!!!!!!!
Albert
Þetta er Albert oft kallaður Alli sem gefur möguleika á allskona orðaleikjum.. eins og "Árangur fyrir Alla" eða Íþróttir eru góðar fyrir Alla, konur og Kalla.. veit samt ekki hver þessi Kalli er... en jæja.. þessi maður er snillingur og einn af vinum bróður míns og þar hefur maður kynnst þessum dreng, hann reddaði mér nú líka einu sinni vinnu í SS sem ég vann þar í c.a 3 daga.. og hann tók einu sinni leigubíl upp í sumarbústað... fullt af fleirum sögum eru til um þennan dreng en það er betra að birta þær ekki hér.. ég segi bara nettur og sjáumst á Þjóðhátíð...
miðvikudagur, júlí 16, 2003
Múrarinn 55 ára
Jæja kallinn hann Geiri Múrari orðinn 55 ára í dag.. ég vil bara óska pabba mínum til hamingju með það...
Camping trip
 Jæja.. þá er komið að því að Ferðaklúbburinn Indriði fer á stað.. og það mun verða Camping trip alla leiðina í Árnes eða sona til að byrja með.. á Föstudag höldum við Guðmundur, Kolbeinn og undirskrifaður af stað með jólfinum á eikkern stað sem við vitum ekki alveg hvar er en heitir Árnes, þar verður um kvöldið sveitaball með SSSól og Sálinni.. ekki slæmt það.. það mun svo bætast við hópinn einhverntíman á föstudeginum þegar Hannes, Gunnar Már, Haffi, Guðlaugur og fullt af fleirum snillingum koma á staðinn.. Uhm ég held barasta að þetta verði mjög gaman og endilega hvet ég alla til að ferðast um helgina.. snilld
Yndislegt veður
Það er sko gaman að vinna núna.. þvílík sól og blíða og er maður alveg mjög ánægður að sleppa við þessa bölvuðu Loðnu þó svo að mar væri ríkur maður núna.. jæja.. velja og hafna
En toppurinn í dag var það að ég og kúbeinið vorum að vinna hérna upp í bæ áðan og helduru að við höfum ekki bara fengið ÍSkaldan bjór sona með.. þetta getur varla verið betra.. sól og hiti, ber að ofan og ÍSkaldur bjór..
þriðjudagur, júlí 15, 2003
jamm og jæja
Af tilraunastarfsmeninni með Lundann þá er það að frétta að hann bragðaðist afbragðsvel.. þó er alltaf skrítið að éta hann steiktan og þótt hann hafi verið góður fíla ég alltaf soðinn betur og held mig barasta við það.. steikur Lundi fínn svona 1-2 á ári eða svo... :)
En ég er annars búinn að vera svakalega duglegur í gær og í dag.. strax eftir vinnu kl:17:00 þá hef ég hafist handa heima við að losa mosa sem er á milli hellna í innkeyrslunni með sona háþrýstismúl og hef verið alveg til hálf tíu bæði kvöld með stuttu stoppi til að éta kvöldmat.. þannig að ég er búinn að vera algert ofurmenni í 2 daga.. vinna frá 8 á morgnanna til hálf tíu á kvöldin.. ætli mar haldi þessu ekki áfram bara með að skreppa niðrí dal og hjálpa þar?? víst mar er nú byrjaður á því að vera duglegur...
en jæja..
17 Dagar
 Ekki nema 17 dagar í sjálfa Þjóðhátíðina stórkostlegustu skemmtun ársins.. Þetta er málið sem allir hafa verið að bíða eftir síðan 5.Ágúst 2002 og núna er bara koma að þessu.. en hvað þarf að gera fyrir þessa hátíð? við skulum kíkja á minn tjékklista sem samanstendur af það sem ég þarf að gera fyrir mig og svo það sem þarf að redda fyrir VKB...
Kaupa miða í Dalinn,laga gömlu tjöldin og selja þau,búa til bekki í tjald,kaupa teppi í tjald, kaupa luktir í tjald, læra tjalda skrímslinu... (ath við verðum með stærsta Þjóðhátíðartjaldið í Dalnum þúst þessi hvítu) ,Læra þjóðhátiðarlagið, kaupa nýja búninginn, Kaupa Áfengi, uhm man ekki eftir meiru í augnablikinu...
En allir að muna það 30.Ágúst er heimaleikur hjá stelpunum þannig að það verður fínt að hita aðeins upp fyrir þjóðhátíðina þá.. svo er það upp með súlurnar á fimmtudeginum... innbú og tjaldið inn í Dal á föstudagsmorgun svo byrjar fjörið kl:14:30
mánudagur, júlí 14, 2003
Thundercats æði
 já það mætti halda að einhver fortíðarandi hafi gripið um mig því ég leita bara aftur í tíman þessa stundina.. þeir sem hafa verið að fylgjast með hafa eflaust tekið eftir því að ég hef mikið verið að hlusta á glamúr rokk 80's tímabilsins undanfarið og núna er ég voðalega mikið í að ná mér í Thundercats þætti á kazaa sem er ekki svo sniðugt því það kostar 2.5kr mb :P en ég er að safna mér mb svo ég geti notað þetta DC+ dæmi.. sem er fint... allavega á leit minni á google rakst ég á undarlegt poster þegar ég skrifaði Thundercats... en það er kvikmyndaplagat ... the movie.. bíddu hverju missti ég af?? síðan hvenær kom út Thundercats myndin.. ég var algerlega forfallinn fíkill þessara þátta og ég tek ekki eftir því að kvikmyndin kemur út.. ohh well kannski að þetta hafi verið álíka laim og He-man myndin sem kom út??
Tilraunastarfsemi
 Já eins og þeir sem til mín þekkja, vita trúlega að ég er afbragðs kokkur, enda vann við þá iðju í c.a 3 ár á veitingarstöðum eyjanna og svo sem sjókokkur oft og mörgum sinnum.. og ég um fátt skemmtilegra en að elda góðan mat
Sérstaklega er skemmtilegt að stunda sona tilraunastarfsemi í eldhúsinu...
Núna áðan sagði Helgi sem oft er kenndur við Ísbjörn mér sniðuga uppskrif með nýjum Lunda, og þar sem ég elska Lunda verð ég að prófa það.. í stað þess að sjóða hann á að steikja.. ég hef svosem gert það áður á HB og á Hertoganum, steiktur Lundi með Rifsberjasósu en það bragðaðist ekki ósvipað og steikt lifur, þannig ég hef yfirleitt sleppt því að gera það heima... en hann Helgi sagði mér að þessi uppskrift lætur Lundan verða að afbragðssteik og þetta steikta Lifrarbragð hverfur alveg... og hún er sona..
1. Takið nokkur stk Lunda og úrbeinið, ef þið kunnið það ekki þá eru þið í vondum málum og ættuð bara hætta strax eða kalla á einhvern sem kann það..
2. Lemjið Lundann með buffhamri þar til hann verður fínn
3. Takið 3-4 rif af hvítlauki og kremjið oní skál
4. Hellið Pj's Original grillsósu í skálina og setjið Lundan með
5. Geymið í c.a sólarhring
6. Steikið vel og lengi á pönnu, ef í vafa hvenær á að snúa við Lundanum er gott ráð að láta blóðvökva leka aðeins út áður en það er snúið..
7. Étið svo með bestu list, með grænmeti og steiktum kartöflum
Þannig er nú það og verði ykkur að góðu.. ég segi ykkur svo á morgun hvernig hann bragðaðist...
And you'll be number one!!
 já 80's glamúr rokkið komið í æðarnar alveg enda ekki til skemmtilegri músík.. og maður er að fíla sig í botn með Halloween núna þá sérstaklega yfir laginu Number one sem er einmitt á plötunni Pink bubbles go ape, En ég man alltaf eftir því að bróðir minn leitaði vel og lengi að þessari plötu eftir að henni var stolið í partý sem hann hélt einu sinni upp á Heiðartúni hérna í den... Hann leitaði af þessari plötu í alveg 5 ár held ég og var hann búinn að hringja í allar safnarabúðir, skífuna og búinn að gramsa í kolaportinu en allt kom fyrir ekkert þar til að Arnar Valgeir man að hann átti kasettuna og millitók hana fyrir bróðir minn.. svo með tilkomu napster og slíkra ´"tónlistarmiðla" að við gátum loksins fengið þessa stórkostlegu plötu á geisladisk.. skemmtilegt finnst ykkur ekki? þetta kallar maður þrautsegju... er það ekki annars skrifað sona? jæja skiptir ekki.. en núna í mörg ár hef ég verið að leita að teiknimynd.. ekki hvaða teiknimynd sem er.. nei nei mig vantar myndina Ástríkur og þrautirnar 12 á ensku.. ég er búinn að leita á öllum vídjóleigum og ég veit ekki hvað og hvergi er þessi mynd til.. ég get ekki pantað þessa mynd á amazon þar sem ég er ekki með ntcc whatever vídjó tæki og meira segja þeir sem eiga réttinn á myndinni hérna á landi Bergvík ehf eiga ekki einu sinni myndina á ensku... sem mér finnst afar furðulegt..
en þeir sem hafa vísbendingar handa mér eða jafnvel eiga þessa mynd endilega ímeilið mig.. boggicool@hotmail.com þakka fyrir
laugardagur, júlí 12, 2003
Lag Dagsins
Ekki hefur mikið borið á Lagi dagsins síðan að Guðmundur varð tölvulaus Íslandsfari, en ég reyni að bera mig sem hæst í þessum efnum og set inn af og til Lög sem þið ættuð að ná ykkur í... núna ætla ég að setja lag dagsins bara það sem ég er akkúrat að hlusta á í þessum skrifuðum orðum en það er glamúr rokksveitin Skid Row já ég á eina plötu með þessari ágætis sveit.. þekki ekki mikið til hennar en þetta er fínasta plata sem ég á en það er Slave to the Grind.. þetta er alveg fínasta glamúr rokk.. kannski að rokkið fari þessa leið aftur.. það væri nú fyndið..
en allavega á ég mér ekkert uppáhaldslag á þessari plötu, heldur renni ég bara yfir hana sona af og til, en ef ykkur langar í lög þá mæli ég alveg með: In a darkened room , Wasted time, Monkey Business, Quicksand Jesus svo eikkað sé nefnt.. en annars bara nettur
föstudagur, júlí 11, 2003
Myndband
Hey já rakst á myndband á batman nýtt með Spútnik sem ég átti nú einmitt að hjálpa honum Búa sem gerir þetta fínasta myndband.. og sýnist mér að stuðið hafi ekki vantað þarna, ekkert nema gullfallegar stúlkur og nóg af víni.. iss.. en í staðinn fór ég til Eyja.. hvaða auli er maður hehe.. jæja, kannski var ástæðan að ég var ekki búinn að sofa í 40 tíma því ég var að klára lokaverkefni mitt.. afsakanir afsakanir...
en jæja Kristján hérna og Spútnikk ef þú villt sjá
Ferðasaga
 Ég lagði upp í ferðarlag og fór á nýjan og framandi stað enda var ég að vona að þú yrðir þar. Það var dularfull ágústnótt og ég horfði á allt þetta fólk sem skein af ólýsanlegri vináttu. Ég lokaði augunum og þú færðir þig nær og ég fann hvernig hjartað sló. Þetta var á Þjóðhátíð og þar hitti ég þig og hélt þér fast í örmum mér á Þjóðhátíð.
Það leyndi sér ei hvar ég var, ég sat við hliðina á þér og var eillega ekki með sjálfum mér, þú manst það var dularfull ágústnótt og ég horfði á allt þetta fólk sem skein af ólýsanlegri vináttu. Ég lokaði augunum og þú færðir þig nær og ég fann hvernig hjartað sló Ég man þetta gerðist á Þjóðhátíð því þar hitti ég þig og hélt þér fast í örmum mér Á þjóðhátíð....
Það er blíðan Jæja.. þá kom sólin, eftir erfiða viku og smá rokrassgat og stillansarnir hrundu.. hvernig í ósköpunum á maður annars að skrifa stillansar? ekki hugmynd svo ég held mig við þetta.. en já Sólin skein á okkur í dag annan föstudaginn í röð.. kannski þetta sé nýjasta trendið? sól á föstudögum og kæli í ríkið!! YES það væri sweet.. af hverju er annars ekki kominn kælir í ríkið? meina þetta er þjónustubúð eins og allar aðrar og almenningur vill kæli.. svona eins og sjoppur í eyjum myndu bara hafa heitt gos, nenna ekkert að vera kaupa kæli.. bara auka rafmagnsreikningur og vesen.. já ekki nógu gott! áfram kælir!!!!!!
Já og Áfram sólin!!
Gervifólk
Ógeðslegasta sem ég veit er tilgerðalegt og ömurlegt lið sem t.d feikar hlátur og áhuga.. þetta sést aðallega á stöðvum Norðurljósa og er það Bylgjan hæst í flokki þar og síðan Fm 95 ógeð.. en til að verða vitni að þessum viðbjóði með eigin augum er best að horfa á Ísland í Bítið á stöð 2...sko.. í fyrsta lagið til hvers í ósköpunum er þessi barnaþáttadrusla að vera þarna? hún hefur ekkert gáfulegt að segja og eina sem hún í raun gerir er að segja jáhh.. aha.. er þa? svakalegt og hlæja þegar á við.. þetta er gervifólk á hæstu gráðu og ég held að fólk sem kemur í viðtal þarna líði bara illa yfir því að fólk er að þykjast hafa áhuga á því sem það er að gera.. allavega myndi mér líða hálf asnalega.. sjá þetta sækó feis stara á mann, brosandi, kinkandi kolli og segja já af og til... ógeð
fimmtudagur, júlí 10, 2003
Kvót
Hérna er frumsamið Kvót sem þið megið hafa eftir mér...
"Það má segja að það sé ólýsanlegt að vera Eyjamaður í Júlímánuði"
Borþór Ásgeirsson júlí 2003
Allt að koma
 Já maður var bara vakna.. ógeðslegt þegar maður leggur sig sona.. manni líður alltaf kjánalega.. sá að ég er frekar vinsæll þegar mar leggur sig.. 4 misses calls.. reyndar allt frá sama bjánanum..
en ég ákvað að skella mér hérna fyrir framan tölvuna og hlusta á Þjóhátíðarlagið 2003 og fann þá þessa tillfinningu sem allir bíða eftir þegar mar heyrir nýtt þjóðhátíðarlag.. það er þessi fílingur.. þið sem þekkið þjóðhátíð þið vitið hvað ég meina.. og því er þetta lag orðið fullkomið.. og hlakkar mig óteljandi mikið til þessarar stórkostlegu hátíðar!!!
miðvikudagur, júlí 09, 2003
22. Dagar
Skrítið að eftir sona stóra helgi eins og Goslokahátíðin var þá finnst manni eins og allt sé búið í sumar.. og svo þegar veðrið er sona ÓGEÐSLEGT þá finnst manni eikkernvegin ekki að það sé að koma Þjóðhátíð... en vitiði.. þá er bara skella laginu á, skoða myndir frá því 2001 og hugsa um brekkusönginn þegar 10þúsund manns sungu LÍfið er Yndislegt og þá kemst maður í stemmninguna...
því að ÞAÐ ER AÐ KOMA ÞJÓÐHÁTÍÐ!!!!!!
Fariði að vinna helvítis aumingjar...
 Ég nenni ekki í vinnu er það fyrsta sem hver einn og einasti jarðarbúi hugsar á morgnana.. og það eina sem við óskum okkur er að biðja um frí.. en er það svo auðvelt að fá frí? erum við að vinna það mikið?? hérna er svar eins sjórnendans sem fékk spurninguna.. "Get ég fengið einn dag í frí?"
Svar stjórnandans:
Svo þig langar í frí á morgun. Hugsaðu eitt augnablik um hvað þú ert að biðja um. Það eru 365 mögulegir vinnudagar í árinu sem gera 52 vinnuvikur. Þú hefur þegar 2ja daga frí um hverja helgi, sem skilja eftir 261 mögulega vinnudaga. Og þar sem þú eyðir 16 tímum daglega frá vinnu, sem eru samtals 170 vinnudagar, þá eru 91 dagur eftir til vinnu. Þú eyðir 30 mínútum dag hvern í pásur, sem gera samtals 23 daga á ári, og skilja þá eftir 68 daga til vinnu. Þú eyðir einnu klukkustund á dag í mat sem gera samtals 46 daga á ári, og eru þá 22 dagar eftir til vinnu. Þú tekur að jafnaði 2ja daga veikindafrí á ári, sem skilja eftir 20 daga til vinnu. Þú færð frí á 9 hátíðisdögum á ári, og þá eru 11 dagar eftir til vinnu. Þú hefur tekið að jafnaði 10 daga sumarfrí á ári, og þá er aðeins EINN dagur eftir til vinnu og það er ALVEG ÚTILOKAÐ að þú fáir frí þennan eina dag.
þriðjudagur, júlí 08, 2003
Breytingar
 Já þar sem ekkert annað kemst inn í hausinn á fólki núna eins og Þjóðhátíðin 2003 þá ákvað ég að tileikna litlu sectioni hérna þessari stórkostlegu hátíð.. það er hérna vinstri hönd, þarna hef ég sett inn linka á aðalþjóðhátíðarsíðurnar.. sem og þið getið náð í lögin líka..
23 dagar 17 tímar 57 mín og 40 sek í Þjóðhátíð!!!
Af göngum
 Af hverju í ósköpunum, þegar talað er um göngin til Eyja þá er alltaf sagt bættar samgöngur til og frá Eyjum? þetta er eitt svæði í heild Suðurland.. og því er þetta bættar samgöngur á Suðurlandi, mér finnst það óþolandi að það sé verið að spá í slíkum hlutum eins og hvað göng muni kosta tilliti hvað það sé kostnaður á hvern Eyjamann.. þetta er fyrir alla helvítis landsbyggðina en ekki bara Eyjamenn.. bættar samgöngur á Suðurlandi, það er ekkert bara Eyjamenn sem hagnast á þessum blessuðu göngum heldur eru það margvísleg fyrirtæki bæði í Eyjum og uppi á landi... En svona getur maður orðið pirraður út af engu oft.. en ef maður pælir í þessu er þetta ekki svo vitlaus hugsun.. Eyjamenn eru Íslendingar líka.. og þegar talað er um að þessi göng borgi sig ekki því að Eyjamenn eru svo fáir og svo fáir ferðast til Eyja er það bara mismunum.. og heimska... og með þeim orðum segi ég bara verði ykkur að góðu...
Helvíti góð viðskipti
 Já ekki veður maður í viðskiptavitinu.. né aðrir íslendingar svosem nema þá helst eigendur Íslenskt sement ehf. en samkvæmt The mogg þá voru þeir að kaupa Sementsverksmiðjuna á um 68 milljónir íslenkra króna..alltí lagi með það.. nema það að Í tengslum við söluna mun ríkissjóður yfirtaka lífeyrisskuldbindingar og tilteknar eignir í eigu Sementsverksmiðjunnar sem tengjast ekki rekstri hennar. Sem þýðir að þeir eru að borga þeim mörg hundruð milljónir til baka.. þannig að ef ég hefði tekið mér 70 milljóna króna lán hjá ríkinu, keypt Sementsverksmiðjuna, þá hefði ríkið borgað mér tja.. frá sona 400-800 milljónir til baka og ég hefði getað borgað þá lánið mitt og lifað góðu lífi...
hehe snilld
Svakaleg
 Ó vá.. það er eikkað undarlegt við Lynch myndir.. maður skilur ekki rassgat hvað er að gerast en situr límdur við skjáinn.. þó var ég aðeins meira að "fatta" Lost Highway núna en áður.. held það hjálpi að horfa dálítið oft á myndirnar hans.. þó hef ég nú séð Mulholland Drive 2 sinnum og samt skil ekki rass...
Lost Highway er samt meira krípí.. ég var virkilega hræddur yfir nokkrum atriðum í þessari sick mynd.. og ég held að Sindri geti nú verið sammála mér um það... Þeir sem eftir eiga að sjá þessa mynd.. drullið ykkur á vídjóleigu og takið hana.. hún er auk þess orðin fríspóla ef þið farið í t.d Bónus vídjó..
Eigum við ekki að taka stutt kvót úr mynd kvöldsins?
MYSTERY MAN "We've met before, haven't we?"
FRED "I don't think so. Where was it that you think we've met?"
MYSTERY MAN "At your house. Don't you remember?"
FRED "No, no I don't. Are you sure?"
MYSTERY MAN "Of course. In fact, I'm there right now."
mánudagur, júlí 07, 2003
Þetta var magnað maður
Þessi helgi stóð heldur betur undir væntingum. Föstudagurinn var helber snilld, haldið upp á 5 ára afmæli VKB með pombi og pragt, grillað á öxlum eldfjalls í tilefni af Goslokaafmæli og helt í sig eins miklu og maður gat af þeim sex snafsaflöskum sem við keyptum. Eins og gefur að skilja ríkti töluverð ölvun þarna þegar á kvöldið tók að líða, og var þá aðeins um erjur, stimpingar og sinnepsyfirhellingar að ræða, en höfðu menn þó vit á því að koma sér niður í bæ, til á taka þátt í mannfögnuðinum þar, áður en upp úr syði. Það leið svo ekki langur tími frá því að maður skreið fram úr að morgni laugardagsins og þar til maður var búinn að sturta í sig sínum fyrsta bjór. Fyrst fóru menn á leik ÍBV og KR og skemmtum við okkur þar eins og kóngar, þó okkur hafi skilist að leikurinn hafi verið hundleiðinlegur á að horfa, stóð þó upp úr að okkur skyldi selt koníak. Svo lá leiðin í næstu sjoppu þar sem menn settust niður yfir bjór og ræddu leiklista afrek Clint Eastwood í hlutverki Cher og keyptu hana, ámeðan að jafnvel ljótasti maður Íslands tróða sér í skær bleikan Extra Small bol. Að því loknu var svo haldið í hringsiglingu um Heimaey með hörkufleyinu ms. Herjólfi, þar sem menn voru fræddir um það að það væru ekki lengur kýr í Vestmannaeyjum á meðan Gunnar hélt áfram að gera sig að fífli, og hárreitti bakið á Hannesi. Þegar í land var komið flökkuðum við víða og gerðum okkur að fíflum á nokkrum stöðum, áður en haldið var í Skvísusundið og tjúttað fram á morgun. Þetta var laglega góð upphitun fyrir Þjóðhátíð, vá hvað maður er farinn að hlakka til!
Helgi Ólafs
föstudagur, júlí 04, 2003
Þjóðhátíðarlag 2003
 Magnaður andskoti.. fékk að heyra þetta fínasta lag í gærkveld hjá Tryggva Má sem er fínasti peyji.. furðurlegt hvað ég næ alltaf að heyra þetta blessaða lag áður en það er frumflutt einhversstaðar.. samböndin sko samböndin... hehe
en allavega þá er þetta flott lag, fínasta stemmning í því og er soldið sona oldí fílingur í því.. en það sem ég vildi sagt hafa.. lagið kemur á heimasíðu Þjóðhátíðarinnar í dag...
Fín byrjun
Í gær var fengið sér öl.. og flakkaðu um bæinn.. sem var fínt.. ekkert fyllerí en samt ekkert alveg edrú.. bara rólegheit og komin heim kl 1.. þetta var ágæt byrjun á flottri helgi.. og núna er sól allavega og ég vona bara að það haldi áfram.. nettur
fimmtudagur, júlí 03, 2003
Goslokahátíð
Þá er hún formlega byrjuð.. og maður verður víst að fara drulla sér í ríkið og sona.. gera sig kláran.. annað gengur ekki... en ef ykkur leiðist á netinu er eitt skemmtilegt sem ég hef fyrir ykkur.. fariði í fyrirtækjaskrá eða á þjóðskránna á netinu og stimplið inn þessa 7006035980 kennitölu... það kemur skemmtilega á óvart hver á hana.. ha? hvaða helvítis hana..
en chíjá
miðvikudagur, júlí 02, 2003
Enn af Þjóðhátíðarlagi
Að því að ég kemst næst þá eru upptökur á Þjóðhátíðarlagi 2003 búnar eða í það minnsta alveg um það bil að klárast. En lagið ber í einmitt vinnuheitið Velkomin á Þjóðhátíð, en ég vona nú að þeir sjái sóma sinn í að breyta nafninu þar sem mér finnst það frekar "leim". Lagið á að fara í spilun á næstu dögum, og á að því mér skillst að tengja frumfluttning þess eitthvað við Goslokaafmælishátíðina (vóóóóó langt orð mar) sem hefst einmitt á morgun.
Helgi Ólafsson
Tiltekt
 Jæja.. loksins loksins.. þá fór maður að taka til í MSN listanum.. enda var þetta orðin alger geðveiki... í other contacts var komið eikkað um 46 pípol .. ég ég hef ekki hugmynd um meira en helminginn af þeim.. ég reyni að sortera í hópa sko.. og nú er Msn-ið mitt orðið hreint og fínt.. ahhh do you smell that?? Tha's the smell of my foot in your ass....
Undarleg þróun
 skemmtileg svona tenging við aðrar greinar.. en þeir sem ekki föttuðu það þá var maður aðeins að gantast í fyrri skrifum.. ég nota nebblilega sona ofur headset sem mar getur hlustað á útbarpið í.. þetta er víst voðalega dýrt, um 10 úst kall en ég fékk þetta hjá pabba þar sem hann þarf ekki að nota sitt í sumar.. en allavega.. þá er athyglisvert að pæla í því að tilgangurinn með svona eyrnahlífum í upphafi var að verja menn gegn hávaða sem var og er stöðugt að aukast í umhverfinu.. menn eins og vélaverðir, malbikunargæjar og slátturgengismenn nota slíkar græjur.. en í þróuninni á þessum hlífum, datt útvarp inn í þetta og í dag er þetta orðið svo háþróuð tæki að þú getur tengt þetta vði allan andskotan.. símann þinn, cd spilara ef þú færð ógeð á útvarpi.. og svo eru þetta orðnar svo miklar græjur að þú getur hækkað þetta alveg í botn og rokkað með.. þannig að í dag er hávaðinn í umhverfinu ekki að skaða menn.. heldur hlífarnar sem í upphafi áttu að verja menn gegn hávaða sem eru að valda mönnum heyrnarskemmdum...
skemmtilegt...
Geðveiki?
Núna undanfarnar vikur í vinnunni minni sem múrari.. hef ég tekið eftir því að hvert sem ég fer og hvað sem ég geri heyri ég í útvarpinu.. þar heyri ég tónlist, spjall um daginn og veginn og allskonar upplýsingar.. ég hef ekki hugmynd um hvaðan þetta kemur og er mér mikil ráðgáta...
þriðjudagur, júlí 01, 2003
Hálfvitar!!
Ekki er öll vitleysan eins.. ég var svangur núna í hádeginu og ákvað að skella mér í Tvistinn því að þar er sona ódýrt hammaratilboð.. Borgari með nánast engu, þ.e sósu og káli og pepsi á 390 kall.. fínn biti ef mar er ekki með mikinn penge.. en ég var bara með 500 kall.. en jæja þá er allavega 110 kr ettir og það er venjulega hægt að fá franskar fyrir 100 kall.. sem er allra minnsti skammturinn.. og ég sagði því við tjéddlínguna að ég ætlaði að fá franskar með.. nei nei þá hækkaði tilboðið upp í 590 kr.. og ég sagði því "Get ég ekki bara fengið franksar fyrir 100 krónur?" neibb það var ekki hægt.. ég sagði þá sleppum þessu bara, og fékk bara borgarann.. og hringdi svo í Toppinn sem er ekki langt frá Tvistinum og pantaði mér franksar fyrir 100 krónur sem ég svo náði í eftir að ég fékk þennan sóðalega borgara í hendurnar..
maður verður nebblega að vera soldið sniðugur..
en eitt er víst ég versla ekki við þessa hálfvita í Tvistinum attur.. Áfram Toppurinn!!
|