fimmtudagur, mars 31, 2005
Kalt á eyjunni björtuHitamælirinn á Sparisjóðnum var eitthvað bilaður yfir Páskana því að af og til sveiflaðist hitinn frá því að vera 9°C og alveg niður í - 32°C og þótt að fljótt skipast veður í lofti í Vestmannaeyjum þá efast ég um að svo mikil breyting sé algeng hehe... En það er gaman af svona myndum
Magnaðir bakþankarBakþankar í Fréttablaðinu er yfirleitt það skemmtilegasta í blaðinu.. Í dag er frábær grein sem Jón Gnarr skrifar um lán, það er nefnilega athyglisvert að sjá hvernig fólk hugsar um lán.. þegar fólk kaupir sér íbúð heldur það að það sé að eignast eitthvað en er samt að taka 70-80 jafnvel 100% lán.. þannig ertu ekki að kaupa eitthvað þú ert að skulda eitthvað.. og ekkert smáræði.. Ef það er eitthvað sem þarf í íslenska grunnskóla þá er það fjármálafræði eða eitthvað þvíumlíkt.. því ef krakkar læra ekki strax á peninga þá læra þau það aldrei..
miðvikudagur, mars 30, 2005
Myndir MyndirÉg fékk stafræna myndavél í ammlisgjöf frá familíunni.. og það er frábært takk fyrir það öll sömul :) En þá get ég líka sýnt ykkur myndir úr ammlinu og fleira sniðugt sem maður er að bralla þessa daganna... Fékk mér svona Netalbúm og þar getiði skoðað minn næsta áfanga í bloggi!
Góðan Daginn  Og gleðilega Páska.. langt síðan ég heyrði í ykkur orðið hér á heimi internets og tölurugls... Þetta hafa verið blautir páskar enda ekkert nema blautir vinir sem maður á sem draga mann í einhverja vitleysu... En ég og Lára Dögg héldum ammlið okkar á Coneró s.l föstudag og þangað mættu það lang skemmtilegasta fólk sem fyrirfinnst á Vestmannaeyjum.. djöfull var gaman og takk fyrir mig!! snilldar partý sem hélt nú bara áfram á laugardeginum en þá á heimili táningsstúlkunar og þakka ég honum þá gestrisni.. Haffi smái var orðinn fullur um 5 leytið og fannst brandarinn hjá táningsstúlkunni ekkert fyndinn.. en segi nú ekki meira um það... Okkur tókst að safna kjarki og drekka á sunnudagskvöldinu líka því að samkvæmt óáreiðanlegum heimildum frá Hannesi og Co átti það að vera AÐALkvöldið.. haha djöfulsins vitleysa En núna er maður kominn í Borg volæðis og eymdarleika og byrjaður að taka til hendinni og rumpa þessari önn af.. þó er tilhlökkunin orðin mun meiri núna eftir nokkra bryggjara yfir páskafríið... djöfull gaman... Haffi greyið samt búinn að taka forskot á sæluna og kominn einhverjar 200 mílur út í rassgat að veiða grálúðu.. öfunda hann þó ekkert fyrir það... enda á koppi eins og Kapin er og mun alltaf verða En jæja.. Gilli Gilli Hlæ Hlæ
miðvikudagur, mars 23, 2005
hollívúdd böggSvo ég kvóti nú í kallinn því það er svo viðeigandi við þessa færslu.. "Whereas if the film did any little bit of business in America, then Hollywood would take it and they’d remake it and they’d up the budget by 50 million and it’d be called the room with a view of Hell!"Hvað er ég að tala um? jú þetta er kvikmynd sem er á leiðinni í kvikmyndahús og svo er þessi líka á leiðinni í bíó... .. eins og þessar bresku myndir voru góðar held ég að þessar amerísku verði drasl.. en ekki dæma of fljótt.. kannski maður hámi í sig meira af poppi þegar það er búið að auka fjármagn við myndina og henda frægum leikurum í hana.. hefur virkað hingað til..*hóst* bullshit *hóst*
þriðjudagur, mars 22, 2005
5 AurHAHAHA þetta fannst mér gríðarlega fyndið.. Af hverju er hljómsveitin The Who að vara við sólböðum??
BarBQ skötuselskall Ennþá heldur skötselsævintýrið mitt áfram hehe.. og vonandi að allir séu bara punkta niður hjá sér... Ég nennti ekki að elda og vantaði eitthvað fljótlegt.. svo ég skar skötuselinn niður í lita bita, velti þeim upp í dufti sem heitir Season 'n fry frá McCormick.. er reyndar ætlast til að setja á kjúkling en ég hef bara prófað þetta duft á fisk og finnst það alger snilld!! Svo steikti ég bitanna á pönnu og þegar ég var búinn að steikja þá báðu megin þá skellti ég BBQ sósu á pönnuna og smá mjólk og lét það aðeins malla.. úr því varð alveg snilldar réttur... slef
Trillukallar á Þjóðhátíð Nje2 sendi mér þessa snilldar mynd áðan sem er einmitt tekin á síðustu Þjóðhátíð af mér og Haffa smáa.. þeman okkar þessa þjóðhátíð var að vera trillukallar eins kannski flestir muna eftir og held ég að við hefðum rústað búningakeppninni hefðum við skráð okkur.. öll smáatriði voru til staðar allt frá tóbaki á efri vör í það að vera með samskiptatæki á bakinu haha.. en allavega snilld og aftur snilld
Sumarsmell Gríðarlega mikill sumarfílingur er úti þessa daganna.. greinilega komið vor og sumarið nálgast ótrúlega hratt.. sem er gott Það er eitt samt ótrúlega fyndið sem gerist á þessum tíma.. það er að ég fer að hlakka mjög til að komast á sjó.. sem er fyndið því að það er svakalega leiðinlegt að fara á síld haha.. en það er eitthvað við þetta.. annars er maður ekki að reyna komast á sjó hvert einasta sumar!! Það væri náttúrulega alger snilld ef að síldin myndi halda sig við landið í ár.. þurfa ekki að sigla þessa óþolandi vegalengd.. þá erum við að tala saman sko!! En allavega.. páskafrí nálgast, kemur svo Apríl og svo bara eiginlega að nálgast próf og sumar.. svo þjóðhátíð ... ÖSSS 128 dagar og 23 klst... ekki slæmt það
VeltukerfiðMaður að nafni Ingólfur H.Ingólfsson var í viðtali í samfélaginu í nærmynd áðan en hann heldur uppi síðu sem heitir spara.is og heldur námskeið og hefur gefið út bækur.. Þar sem maður er alltaf blankur og langar að kunna eiga peninga ákvað ég að kíkja á þessa síðu. Veltukerfið er sniðugt.. það er þannig uppbyggt að þegar eitt lán er búið hjá manni, þá hættir maður ekki þeim útgjaldalið heldur færir þennan hluta á næsta lán... t.d ef þú klárar bílalánið sem er 20 þús á mánuði þá ferðu ekki að nota þennan 20 þúsund kall í eyðslu heldur notar þennan 20 þús kall í að borga höfuðstólinn á næsta láni! sem styttir af sjálfsögðu lánstíman verulega mikið! Það er spurning um að reyna þetta..
mánudagur, mars 21, 2005
DymbilvikaVar að hlusta á gufuna áðan og það var verið að fjalla um þessa viku sem er núna í gangi, semsagt vikan fyrir páska og heitir hún þessi nafni Dymbilvika. Samkvæmt bókinni saga daganna er Dymbilvika útskýrð svona: Dymbildagana var klukkum ekki hringt við katólska guðþjónustu og þá voru ljós deyfð í kirkjunni við messu. Flestir hafa því tengt dymbil-heitin þessum sérkennum, þögn og myrkvun. Frá því seint á 19. öld hefur verið almennt álit að klukkum hafi í fyrndinni verið hringt með trékólfum, dymblum, í þessari viku, en sú skýring reynist röng. Líklegt er að orðið dymbill sé upprunalega hljóðlíking og þjóðskýring á „tinnibulum" og ámóta orðum um tréskellur eða klöprur sem um dymbildaga voru notaðar í stað klukkna og bjallna við guðþjónustu.
25 áraJá átti ammli í gær semsagt og er orðinn því 25 ára gamall.. ÖSS það er slatti.. en ég vildi bara þakka fyrir allar hamingjuóskirnar sem mér barst í gær! En hvað gerist nú? jú lífið heldur áfram þótt maður sé að nálgast allt of hratt töluna 30!! Ákveðið var að halda upp á ammlið og það í Eyjum þann 25.mars næstkomandi. Ætla halda upp á það með Láru Dögg sem verður einnig 25 ára aðeins seinna en það er líka skemmtilegra að halda upp á ammli sitt þegar allir komast!! Ammlisveislan verður á Coneró og hefst teitið klukkan 20:00 að mig minnir.. ef þú ert ekki búin að fá boðskort.. bara hringja kolvitlaus í mig og ég skal afsaka mig.. Jæja
sunnudagur, mars 20, 2005
Árshátíðin var góðSnilld.. langt síðan að ég hef skemmt mér svona vel.. þetta var mjög vel heppnuð árshátíð!! Það var byrjað á fordrykk heima hjá Haffa klukkan 18:00 og var þambað bjór hjá honum til að verða átta.. þá var farið á Grensásveg á stað sem heitir Chef's sem er fínasti staður.. þar var étið mat og drukkið vín og bjór og horft á snilldar skemmtiatriði... Ég og Kristín María rústuðum einni keppninni og sýndum þar með og sönnuðum að stúdentaráðsliðar frá 2004 er greinilega besti hópurinn !! jööö hehe Það var keppt í Þórlindnum sem er keppni sem fráfarandi stjórn setti á laggirnar og verður vonandi árviss viðburður.. Þórlindinn í ár unnu Stjórnlindur eftir mjög harða keppni... En jamm.. svona overall þá var þetta mjög skemmtilegt og fór fólk mjög seint að fara koma sér niðrí bæ í misgóðu ástandi hehe... Takk fyrir mig
föstudagur, mars 18, 2005
Föstudagsfílingurinnjá er ekki sniðugt að kalla lag dagsins föstudagsfílingurinn?? mér finnst það allavega.. En föstudagsfílingurinn að þessu sinni er lagið Baby please don't go með stórsveitinni Them.. þekki nú ekki mikið annað til þessarar hljómsveitar en þeim (HAHA) tekst einstaklega vel til með þetta lag
Elías Jón Guðjónsson kosinn formaður SHÍ með 2 atkvæðum en 18 sátu hjáElías Jón Guðjónsson, oddviti Háskólalistans, var kosinn formaður Stúdentaráðs á skiptafundi ráðsins nú í hádeginu með 2 atkvæðum en 18 stúdentaráðsliðar sátu hjá við kosninguna. Niðurstöður kosninga til Stúdentaráðs þann 9. og 10. febrúar síðastliðinn voru þannig að engin þeirra þriggja fylkinga sem buðu fram náði meirihluta, líkt og verið hefur undanfarin ár. Háskólalistinn hlaut 12,5% atkvæða í kosningunum, Röskva 37,9% og Vaka 46,6% atkvæða. Eftir kosningarnar fóru í gang viðræður milli fylkinganna um skipulag ráðsins og skiptingu embætta og hafa þær viðræður dregist mjög á langinn. Niðurstaða þeirra er sú að Elías Jón verði formaður, þrátt fyrir að koma úr þeirri fylkingu sem fékk fæst atkvæði af þeim þremur sem sitja í ráðinu. Á skrifstofu Stúdentaráðs munu starfa starfsmenn frá bæði Vöku og Röskvu. Af fastanefndum Stúdentaráðs mun Vaka leiða þrjár nefndir, Röskva þrjár og Háskólalistinn eina nefnd. Vaka hefði viljað sjá aðra útkomu úr viðræðunum en í ljósi úrslita Stúdentaráðskosninganna er þessi niðurstaða illskásti kosturinn í stöðunni. Háskólalistinn gaf út þá yfirlýsingu strax eftir Stúdentaráðskosningarnar að fylkingin ætlaði ekki í meirihlutasamstarf, hvorki með Vöku né Röskvu. Tilraunir Háskólalistans til að mynda stjórn með báðum fylkingum hafa gengið illa og leitt til alvarlegrar stjórnarkreppu í ráðinu sem staðið hefur yfir í tæpar fimm vikur. Þrátt fyrir þennan langa tíma er niðurstaða viðræðnanna á þá leið að hvorki Röskva né Vaka geta fyllilega sætt sig við niðurstöðuna og sáu sér aðeins fært að verja hana með hlutleysi sínu. Nýtt ráð hefur formlega hafið störf og er það von Vöku að starf ráðsins í vetur gangi vel og þessi byrjun verði ekki til að draga úr því öfluga starfi sem unnið hefur verið undanfarin ár í þágu stúdenta. Tekið af mbl.is
fimmtudagur, mars 17, 2005
Kristín Ingólfsdóttir nýr rektorKristín Ingólfsdóttir sigraði í rektorskosningunum í dag, hún fékk 53,1% atkvæða og Ágúst fékk 46,9%.. Svo það er kominn nýr rektor yfir Háskóla Íslands og það verður gaman að sjá hvernig hún stendur sig... Kristín tekur við embættinu 1.júlí næstkomandi og er skipunartími fimm ár... Nánar um úrslit kosninganna hérna
Árshátíð VÖKU Á laugardaginn verður haldin árshátíð Vöku, mjög svipuðum tíma og í fyrra en þá var hún haldin á laugardeginum 20.mars.. ég man það vel því að ég á einmitt ammli þann 20.mars, já sama dag og BNA menn fóru í stríð við Írak.. svo öll heimsbyggðin mótmælir afmælisdegi mínum vóó En allaevga... ég er í árashátíðarnefnd og er búinn að vera reyna skipuleggja þessa glæsilegu hátíð og get ég sagt að án efa er þetta lang skemmtilegasta árshátíðin á árinu.. miklu vinalegra og tööööluvert ódýrara... þetta minnir bara á gott heimilis partý... En jæja.. það er best að fara skella sér í skólann og afhenda ritgerðina í þroskasálfræði...20% takk fyrir úff!!
2. í rektori Jæja þá er komið að seinni kosningum og eru aðeins tveir frambjóðendur sem hægt er að velja á milli.. það munaði ekki nema tæpu 1 % stigi á þeim í síðustu kosningum og það er ljóst að þetta verður þokkalega spennandi... Næsti rektor mun koma til með að sitja næstu 5 ár.. svo þetta er ekkert smá ávkörðun sem maður þarf að taka hehe.. En ég verð að vinna upp í kjördeildinni í Háskólabíó í dag.. svo allir að muna mæta og kjósa hjá mér..YÖ
mánudagur, mars 14, 2005
Karfa á föstudögumJæja ég er búinn að fá tíma á Föstudögum í íþróttasalnum hérna á háskólasvæðinu og er tíminn kl:10:30 .. Það kostar ekki nema 1000 kall tíminn.. Þeir sem hafa áhuga að koma spila körfu eða eitthvað annað sniðugt á þessum tíma.. bara hafa samband..
Vantar 9 stkSnilld.. eg fann þetta á flakki mínu um veraldarvefinn og alveg klárlega er ég að fara panta þetta.. mig vantar bara 9 stk með mér og þetta er ekki nema 1350 kall!!! snilld sko.. slef
KjánalegtAf hverju er Rúv að auglýsa dagskránna sína á skjá einum??
föstudagur, mars 11, 2005
JafntefliJá eins og mátti búast við þá fékk enginn af rektorsframbjóðendunum hreinan meirihluta svo að það verður kosið aftur eftir viku á milli tveggja hæstu, sem voru Kristín Ingólfsdóttir og Ágúst Einarsson þau voru nánast hnífjöfn.. Kristín fékk 28,7% atkvæða og Ágúst 27,6% svo það verður spennandi að sjá hvað gerist eftir viku
meira af umferðarauglýsingumVar semsagt að skila verkefni í morgun þar sem ég átti að taka fyrir eina auglýsingu og greina hana niður og taka mið af sálfræðilegum kenningum um boð og miðla.. umferðarauglýsingar eru sérstaklega góðar til að nota í það verkefni og var ég lengi fram eftir að reyna velja.. ég rambaði inn á síðuna hjá umferðarstofuna í englandi en þeir eru búnir að vera með herferðina Think! í soldið langan tíma núna og er þemað yfirleitt að vera með sjokkerandi auglýsingar.. ekki ósvipað og var bannað nú fyrir stuttu hér á landi, munurinn er kannski að Bretunum tekst betur við að tengja þetta umferðinni og skilur eitthvað eftir sig.. hérna eru nokkur dæmi um áhrifaríkar sjokkerandi auglýsingar: 1.Dragðu úr hraðanum2.umferðarauglýsing fyrir unglinga3.Dragðu úr hraðanum þessi síðasta er rosaleg.. veit nú ekki hvort ég þurfi að hafa einhverja aðvörun, þessar auglýsingar eru sýndar almenningi í Englandi.. En held að þessar auglýsingar sitji vel og lengi eftir hjá fólki.. og kannski vonandi það pæli í þessu þegar það keyrir.. það er mjög óhugnalegt hvað þarf lítið til..
Nokkuð magnað ljóðLas þetta ljóð í kennslubókinni í fortölum en það er verið að ræða óttaboð í auglýsingum. held það segi sig bara alveg sjálft þetta ljóð. I went to a party, Mom, I remembered what you said. You told me not to drink, Mom, so I drank a Coke instead... I know I did the right thing, Mom, I know you're always right. Now the party is finally ending, Mom, as everyone drives out of sight... I started to drive away, Mom, but as I pulled onto the road, The other car didn't see me, Mom, it hit me like a load. As I lay here on they pavement, Mom, I hear the policeman say The other guy is drunk, Mom, and i'm the one who'll pay. i´m lying here dying, Mom, I wish you'd get here soon. How come this happened to me, Mom? My life burst like a balloon... The guy who hit me, Mom, is walking. I don't think that's fair. I'm lying here dying, Mom, while all he can do is stare... Someone should have told him, Mom, not to drink and drive. If only they would have taken the time, Mom, I would still be alive. My breath is getting shorter, Mom. I'm becoming very scared... Please don't cry for me Mom, because when I needed you, you were always there I have one last question, Mom, before I say goodbye, I didn´t ever drink, Mom, so why am I to die? Svo er hérna rosaleg auglýsingin frá englandi.. þeir kunna að gera umferðarauglýsingar
miðvikudagur, mars 09, 2005
Búinn að sjá Izzard jæja þá er maður búinn að sjá kallinn.. mættum þarna klukkustund fyrir sýningu og vorum c.a númer 700 í biðröðinni.. mjööög gaman yey! En jæja fengum skítsæmileg sæti á efri hæðinni, þannig að maður sá allavega á sviðið og svona svo ég var sáttur.. Þorsteinn Guðmundsson byrjaði með fínasat uppistand svo kom Pétur jóhann með líka bara mjög gott uppistand maður gat vel hlegið að þessu fífli.. Svo korters pása til að versla sér bjór eða pissa eða eitthvað.. svo byrjar Izzard og allt klikkast í salnum.. Hann var drullu fyndinn, nokrir gamlir skeðsar en í ýjum búningi og það virkaði fínt.. Ég er bara sáttur að hafa séð kallinn.. Eitt skrítið.. hann var bara í jakkafötum.. ekki séð uppistand með honum þannig áður.. manni leið bara eins og maður væri að sjá hann í Jay Leno hehe.. Langar að fara á sýninguna á morgun!!! væri ömurlegt að missa af betri sýningunni hehe.. held samt að það hafi verið í kvöld :) En næst ætla ég mér að sjá hann með Ástþóri í lundunúm, ekki verra ef það væri sýning sem verið væri að taka upp fyrir næsta DVD disk.. þær eru lengri, töluvert lengri sýningar.. En jæja.. almennt séð er ég bara mjög sáttur og ég hló mig vitlausan.. er hægt að biðja um meira? nei ætli það
142 Dagar Ekki nema rétt rúmlega 140 dagar í Þjóðhátíð Vestmannaeyja, menn spyrja sig kannski af hverju ég skuli vera nefna þjóðhátíð svo snemma.. það var nefnilega málið að ég rakst á góða plötu sem minnir mig alltaf mest á Þjóðhátíð. Það er plata Sextetts Ólafs Gauks "Fjórtán lög frá þjóðhátíð Vestmannaeyja eftir Oddgeir Kristjánsson" sem hann og hans band gaf út árið 1968.. Eins og ég hef nefnt áður þá hef ég ekki misst af neinni einustu þjóðhátíð frá því ég fæddist og það sem lifir svo sterkt í minningunni er tíminn fyrir Þjóðhátíð að vera heima hjá ömmu þegar hún var að baka skonsur,flatkökur og sætabrauð en á meðan afi dyttaði að húsgögnunum, málaði bekkina og súlurnar, þá hljómaði alltaf þessi ágæta plata auk þess sem þessi frábæru lög hljóma mikið að deginum til í Dalnum þegar maður var að prakkarast með rándýra leikfangabyssu og grænt hárið... Svo þessi plata gefur mér ótrúlega góðar minningar frá þessari stórkostlegustu skemmtun ársins, held að þetta sé ekki hægt að útskýra fyrir a.k.p enda hafa þau því miður ekki upplifað hefðina og allt því sem fylgir að alast upp við þessa hátíð. En já, það er stutt í Þjóðhátíð og um að gera að fara panta sér gistingu og flug eða Herjólf.. því þetta verður flott Þjóðhátíð! að lokum læt ég nú fylgja eitt lag af plötunni, það var erfitt að velja eitthvað eitt, því úrvalið er svo mikið.. lög eins og Villtir strengir, sólbrúnir vangar og eða bara Ég veit þú kemur eru allt saman frábær lög sem vekja upp góðar minningar... En lagið sem fyrir valinu varð er það sem stendur hæst en það er Heima sem er fallegasta ljóðið sem Ási í bæ gerði. Þetta ljóð tók ég fyrir í íslensku í barnaskóla til að lesa upp fyrir kennaran blaðalaust, á meðan allir hinir tóku fræg íslensk ljóð upp úr brúnu ljótu ljóðabókinni.. þá kenndi amma mér Heima eftir Ása í bæ..
þriðjudagur, mars 08, 2005
Skötuselurinn slær í gegnJá var enn og aftur að leika mér með þennan stórkostlega fisk.. Ég skar hann aftur niður í svona litlar sneiðar svo velti ég því upp úr kryddblöndu sem var gerð úr salti, pipar, smá hvítlaukssalti, season all og aromat.. svo steikti ég þetta í vogpönnu og skellti svo grænmeti með á pönnuna og steikti áfram. Eg hitaði svo Hollandeis sósu í potti við hliðina og hellti sósunni út í malleríið á vogpönnunni þegar sósan var tilbúin. ég endaði með að setja grænmetistening út í sósuna og þar með var þetta tilbúið.. og þessi var sko þokkalega góður!
Nefskattur eða?Kom grein um þetta mál í Fréttablaðinu áðan, ekki fannst mér það góð frétt því þeir settu þetta upp á mjög kjánalegan hátt.. sögðu að 5 manna fjölskylda með börn eldri en 16 ára myndu tapa mest á þessu eða 60 þúsund krónur.. sko fyrir það fyrsta þá er talað um að leggja þennan nefskatt á 18 ara og eldri.. og svo er annað.. hvað skyldu vera margar 5 manna fjölskyldur í landinu þar sem allir eru eldri en 18 ára á heimilinu?? auk þess er ekki eins og þessi 60 þús falli á fjölskyldufaðirinn, nei þessi skattur er dregin af öllum skattborgurum.. ég man allavega ekki eftir því að pabbi hafi borgað skattana fyrir mig.. Ég hef annars lítið vit á því hvort myndi virka betur, ég hef aldrei greitt afnotagjöld til Rúv því ég á ekki sjónvarp.. Ég held samt að nefskattur sé ekki málið..
mánudagur, mars 07, 2005
Það er leikur að læra Úff.. ég var svo einstaklega sniðugur að taka alla stóru verkefnaáfanganna núan í einu bretti.. Þetta er töluvert öðruvísi því eins og í 2 áföngum núna er ég með 50% lokapróf og í hinum 2 er ég með 70% lokapróf.. svo að álagið yfir misserið er þokkalega mikið... Þroskasálfræði: á næstunni þarf ég að vera skila ritgerð í Þroskasálfræði og einnig þarf ég að klára rannsókn sem ég á að gera í þroskanum líka..(er að reyna redda mér þátttakendum núna) saman gildir þetta 50% af lokaeinkunn.. svo það þýðir ekkert fúsk núna... Fortölur: Í fortölum þarf ég að skila vikulega skýrslu og fyrrilestur þar sem ég fjalla um einhverja auglýsingu út frá sálfræðilegum kenningum og er hver skýrsla 5% og alls eru 4 skýrslur. Lokaverkefni í fortölum gildir 30% og er það rannsókn og skýrsla. Réttarsálfræði: á að halda nemendafyrirlestur í byrjun apríl, á eftir að kynna mér efnið en þetta gildir 20% auk þess þarf að gera rannsókn sem gildir 10% Skynjunarsálfræði: Verkelgir tímar aðra hverja viku og þarf að skila skýrslu eftir hvern tíma. þetta gildir 30% Svo jæja það er alveg nóg að gera framundan...
sunnudagur, mars 06, 2005
Allt í drasliKann vel að meta hvað þeir á skjá einum eru duglegir í íslenskri þáttagerð.. en mikið svakalega geta þeir klikkað oft.. nýji þátturinn allt í drasli er svakalega slappur þáttur til dæmis.. Úff
laugardagur, mars 05, 2005
4 Dagar Aðeins 4 dagar í Eddie izzard sem er snilld.. hverjir ætla fara? tilefni til að kvóta í kallinn: "Horseshoes are lucky. Horses have four bits of lucky nailed to their feet. They should be the luckiest animals in the world. They should rule the country. They should win all their horse races, at least. "In the fifth race today, every single horse was first equal...one horse threw a shoe came in third...the duck was ninth...and five ran.""And Henry VIII, a big hairy king, went up to the Pope and said, "Mr. Pope! I'm gonna marry my first wife, then I'm gonna divorce her. Now, I know what you're gonna say, but stick with me. My story gets better. Second wife, I'm gonna kill her! Cut her head off. Ah, not expecting that, are we? Third wife gonna shoot her. Fourth wife, put her in a bag. Fifth wife, into outer space. Sixth wife, on a rotissamat. Seventh wife, made out of jam..." and the Pope is saying, "You crazy bugger! You can't do all this, what are you a Mormon? It's illegal. What have you been reading? The gospel according to St. Bastard?" "Thank you for flying Church of England, cake or death?"Eitthvað smá svona hehe.. en allavega stutt í uppistand og það verður gaman :) Pétur jóhann Sigfússon og Þorsteinn Guðmundsson hita upp... þokkalega gott kvöld það
föstudagur, mars 04, 2005
Tjékklisti fyrir djammið Sniðugur tjékklisti sem flestir karlmenn fara eða ættu að fara eftir.. --Setja á góða músík --Fara í sturtu (fá sér bjór í sturtu) --Raka sig --Svitalyktareyðir, rakspíri og tannburstun ef þarf --bjór og dansa með músíkinni á handklæðinu.. --Klæða sig --Laga hár og drekka bjór --horfa á sexy myndbandið --skór og bjór klappað og klárt.. hvert var ég aftur að fara?
Breakfast of Champions eða hádegismatur reyndar hehe.. Fékk mér gríðarlega góðan og matarmikinn hádegismat sem er alger snilld og held að margir bara gleyma hversu einfalt er að gera bragðgóða og matarmikla máltíð úr svo litlu.. Þetta var hræringur sem er bara skyr og hafragrautur blandaður saman og svo 2 linsoðin egg og vatn með.. og ég er alveg pakksaddur.. En jæja..
Grænn dagurVar að fá "lánaða" plötuna American idiot með hljómsveitinni Green day á netinu í gær.. Er ekkert búinn að ná að hlusta almennilega á hana en þetta lag greip mig svona fyrst, fínasta lag á ferðinni, það heitir wake me when september ends.. Svo er náttlega lagið boulevard of broken dreams sem hefur fengið mikla spilun undanfarið og american idiot er líka fínasta lag.. og svo annað lag sem heitir holiday.. en annars lag dagsins eða vikunnar eða eitthvað er wake me when september ends.. Svo er bara komin föstudagur!!! vísindaferð á eftir með sálfræðinni og lögfræði í mastercard svo akademíudinner með Vöku og svo spuring um að skella sér á ball með viðskiptafræðinemum.. já aldeilis blönduð skemmtun þarna á ferð
fimmtudagur, mars 03, 2005
Sálfræðin í undanúrslit Sálfræðin vann bókmenntafræðina núna rétt áðan í Ciceró, ræðukeppni Háskóla Íslands með hálfu stigi og var spennan mikil þegar úrslit voru kynnt... Umræðuefnið var karlmennska og voru við sálfræðingar andmælendur og gerðum það með sóma.. fengum reyndar aðeins of mikil refsistig vegna þess að ræðurnar fóru yfir leyfileg mörk en þeir sögðu að þeir vildu bara hafa þetta spennandi hehe.. En jamm semsagt Sálfræðin áfram í undanúrslit og ég heyrði að stjórnmálafræðin væri líka komin áfram.. hef ekki heyrt um hvaða lið komust áfram líka..svo stefnum við bara á að vinna þar og komast í úrslit.. Ye áfram sálfræði!!
miðvikudagur, mars 02, 2005
Snús og meiraHata snús.. en ég er farinn að nota það óhóflega mikið sem er bara heimskulegt því maður verður bara dauðþreyttur af því.. En af hverju ætli snús sé 9 mín? af hverju ekki 10 eða 15 mín? einhver svaka pæling þarna bak við? En annað.. man einhver eftir því þegar Law and order var á rúv? ég man óljóst eftuir bara laginu og hvað mér fanst þetta óspennandi þáttur.. skrítið maður
þriðjudagur, mars 01, 2005
MatargatDjöfulsins snillingur er ég í eldhúsinu maður.. var að malla nýjan rétt og í þetta skiptið notaði ég Skötusel sem er ótrúlega góður fiskur.. og sérstaklega til steikingar því hann er mjög feitur. Ég skar Skötuselinn í litlar sneiðar og brúnaði á pönnu, ég notaði pipar og salt og smá hvítlaukssalt og svo örlítið af sítrónusafa. eftir að hafa steikt fiskinn báðu megin bætti ég við sveppum og blaðlauk á pönnuna og saltaði ég aðeins grænmetið ( alltaf að muna salta grænmeti hvort sem það er kalt eða steikt).. Síðan bætti ég við piparsósu út á pönnuna sem ég var búinn að malla í pott við hliðina.. og lét þetta aðeins malla á pönnunni og borðaði svo með ofnbökuðum kartöflum. Þetta var mjög gott og mæli ég með að prófa þetta! þessi fiskur er snilld sérstaklega þegar maður er kominn með leið á kjötinu..
Loðnan fundin afturkomin vesturganga á loðnunni en það fannst slatti á Vestfjarðamiðum í gær sem er gott.. þá ætti þetta vonandi að haldast út marsmánuð.. eða amk til 20-25 mars sem er svona eðlilegasti tíminn að allt sé búið.. en þetta fékk ég svo af heimasíðu Ísfélags Vestmannaeyja: "Eftir heldur dræma loðnuveiði alla síðustu viku hér við Vestmannaeyjar þá fannst loðnan á laugardaginn út af Vestfjörðum. Það hefur verið all góð veiði síðan á sunndag og flest loðnuskipin hafa fengið fullfermi.
Sigurður VE er væntanlegur til Eyja um hádegisbilið í dag með fullfermi og síðar í dag kemur Gullberg VE til Eyja, einnig með fullfermi. Antares VE er að landa fullfermi í Krossanesi auk þess sem Júpiter ÞH verður í Krossanesi með fullfermi eða 1.250 tonn síðar í dag. Harpa VE er að landa í Bolungarvík, rúmum 800 tonnum. Guðmundur VE er á loðnumiðunum út af Vestfjörðum."
Árni 61 árs Bróðir minn og félagi, hann Árni Johnsen er 61 árs í dag og vil ég óska honum til hamingju með afmælið. Sömuleiðis vil ég koma áleiðis kveðju frá Bræðrafélaginu VKB sem sendir heiðursfélaga sínum kveðjur í tilefni dagsins.
Jæja...veistu ég held að þetta sé komið gott hjá þessum gaur sem gerir teiknimyndaseríuna Pú og Pa í Fréttablaðinu.. Ég hef (án gríns) aldrei séð eins slæma teiknimyndasögu... þetta er algert ógeð og alls ekki fyndið.. maður verður bara pirraður ef eitthvað er
|